Innlent

Utan­ríkis­ráð­herra sendir flug­vél til Ísrael fyrir ís­lenska stranda­glópa

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Stríð hófst milli Ísraels- og Palestínumanna í gær.
Stríð hófst milli Ísraels- og Palestínumanna í gær. Vísir/Ívar Fannar/EPA

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels í þeim tilgangi að ferja 120 Íslendinga aftur heim.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að 120 Íslendingar séu nú strandaglópar vegna ófriðarástandsins í landinu. Eins og komið hefur fram hefur ástandið sett samgöngur úr skorðum.

Þá segir að flogið verði frá Tel Aviv klukkan 9:10 í fyrramálið að staðartíma. Gert er ráð fyrir að farþegar lendi á Íslandi um miðjan dag á morgun. Áætlunin er gerð með þeim fyrirvara að verði breytingar á stöðunni í Ísrael, mun framkvæmdin taka mið af því.

Loks kemur fram að Ísland mun bjóða Norðurlanda- og Eystrasaltsbúum sem staddir eru í landinu laus sæti í flugvélinni sem ekki nýtast Íslendingum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×