Innlent

Áheitaganga með hátalara og rusl í sjúkrabörum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Unglingarnir í unglingadeildinni Greip, sem tóku þátt í áheitagöngunni eftir hádegi í gær í flottu og fallegu veðri. Tveir björungarsveitarbílar með blikkandi ljósum fylgdu hópnum.
Unglingarnir í unglingadeildinni Greip, sem tóku þátt í áheitagöngunni eftir hádegi í gær í flottu og fallegu veðri. Tveir björungarsveitarbílar með blikkandi ljósum fylgdu hópnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þeir voru einstaklega duglegir unglingarnir í Björgunarsveit Biskupstungna í gær þegar þau tóku þátt í áheitagöngu frá Reykholti í Bláskógabyggð á Borg í Grímsnesi.

Gengir voru um 20 kílómetrar með sjúkrabörur þar sem í var stór hátalari með tónlist og fullt af rusli, sem krakkarnir týndu með fram veginum á göngu sinni. Um var að ræða unglingadeildina Greip. Ágóðinn, sem safnast af göngunni verður notaður til að kaupa búnað, fara í æfingaferðir og annað, sem þarf að nýta í starfi.

Ökumenn sýndu unglingunum góða tillitsemi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Til að styðja deildina má senda upplýsingar á netfangið annamaria@tintron.is eða að leggja inn á eftirfarandi reikning.

151 – 05 – 060621 og kennitalan er 520288 – 1049

Hátalarinn var stillt í botn með tónlist í sjúkrabörunum á meðan unglingarnir gengu með þær 20 kílómetra. Alls konar rusl var líka týnt upp í börurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þessir inniskór fundust til dæmis út í vegkanti og óska eftir eiganda sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×