Fótbolti

Féll aftur á lyfjaprófi og gæti farið í fjögurra ára bann

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ferill Pogba er í hættu.
Ferill Pogba er í hættu. Getty

Paul Pogba, miðjumaður Juventus á Ítalíu, er líkast til á leið í langt bann frá íþróttinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Pogba var tekinn í lyfjapróf eftir leik Juventus og Udinese þann 20. ágúst síðastliðinn hvar hann var ónotaður varamaður. Gríðarmikið testósterón-magn greindist í blóði hans sem gaf til kynna að um ólöglega lyfjanotkun væri að ræða.

B-sýni var greint í dag og var það einnig jákvætt. Fast er tekið á lyfjamálum sem þessum og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum gætu brot hans varðað allt að fjögurra ára bann frá fótbolta.

Juventus er með skoðunar hvort eigi að rifta samningi Pogba sem samdi við félagið í fyrra en hefur mistekist að láta ljós sitt skína. Hann hefur glímt við mikil meiðsli frá komu sinni aftur til Tórínó frá Manchester-borg hvar hann lék með Manchester United.

Pogba er þrítugur og ef bannið verður eins langt og möguleiki er á kann vel að vera að fótboltaferli hans sé lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×