Vegagerðin geti ekki metið upp á sitt einsdæmi hvaða gögn eigi erindi Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2023 07:35 Skúli Magnússon gegnir embætti umboðsmanns Alþingis. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns. Á vef umboðsmanns Alþingis leggur hann áherslu á að til að hann geti rækt eftirlitshlutverk sitt samkvæmt lögum beri stjórnvöldum að afhenda honum þær upplýsingar sem óskað sé eftir hverju sinni. Krefja megi stjórnvöld um skýrslur, skjöl, bókanir og öll önnur gögn sem snerti mál, eftirlit eða athuganir umboðsmanns. Fram kemur að á þetta hafi nýlega reynt vegna kvörtunar yfir ráðningu í starf hjá Vegagerðinni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. „Augljóslega enga þýðingu“ Í skýringum stofnunarinnar á því hafi meðal annars komið fram að upplýsingarnar „hefðu augljóslega enga þýðingu fyrir skoðun umboðsmanns á kvörtuninni.“ „Hvað snerti gögn vegna eins umsækjanda sem hefði dregið umsókn sína til baka hefði Vegagerðin ekki talið þau hafa þýðingu fyrir athugun umboðsmanns og því ekki afhent þau. Í bréfi sínu til Vegagerðarinnar bendir umboðsmaður á að það samrýmist illa eftirlitshlutverki hans að stjórnvöld, upp á sitt eindæmi, meti hvort og þá hvaða upplýsingar sem umboðsmaður hafi óskað eftir hafi þýðingu fyrir athugun hans. Umboðsmaður meti slíkt sjálfur og þurfi ekki að veita stjórnvöldum sérstakar skýringar á því. Einnig minnti hann á að heimildir umboðsmanns til upplýsinga- og gagnaöflunar eru ekki takmarkaðar með sama hætti og upplýsingaréttur aðila máls kann að vera. Vegagerðinni var bent á að hafa þetta framvegis í huga í samskiptum sínum við umboðsmann,“ segir á vef umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmann til lögreglu en endurskoðar ekki ákvarðanir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Á vef umboðsmanns Alþingis leggur hann áherslu á að til að hann geti rækt eftirlitshlutverk sitt samkvæmt lögum beri stjórnvöldum að afhenda honum þær upplýsingar sem óskað sé eftir hverju sinni. Krefja megi stjórnvöld um skýrslur, skjöl, bókanir og öll önnur gögn sem snerti mál, eftirlit eða athuganir umboðsmanns. Fram kemur að á þetta hafi nýlega reynt vegna kvörtunar yfir ráðningu í starf hjá Vegagerðinni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. „Augljóslega enga þýðingu“ Í skýringum stofnunarinnar á því hafi meðal annars komið fram að upplýsingarnar „hefðu augljóslega enga þýðingu fyrir skoðun umboðsmanns á kvörtuninni.“ „Hvað snerti gögn vegna eins umsækjanda sem hefði dregið umsókn sína til baka hefði Vegagerðin ekki talið þau hafa þýðingu fyrir athugun umboðsmanns og því ekki afhent þau. Í bréfi sínu til Vegagerðarinnar bendir umboðsmaður á að það samrýmist illa eftirlitshlutverki hans að stjórnvöld, upp á sitt eindæmi, meti hvort og þá hvaða upplýsingar sem umboðsmaður hafi óskað eftir hafi þýðingu fyrir athugun hans. Umboðsmaður meti slíkt sjálfur og þurfi ekki að veita stjórnvöldum sérstakar skýringar á því. Einnig minnti hann á að heimildir umboðsmanns til upplýsinga- og gagnaöflunar eru ekki takmarkaðar með sama hætti og upplýsingaréttur aðila máls kann að vera. Vegagerðinni var bent á að hafa þetta framvegis í huga í samskiptum sínum við umboðsmann,“ segir á vef umboðsmanns Alþingis.
Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmann til lögreglu en endurskoðar ekki ákvarðanir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira