Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 09:37 Áslaug sló á létta strengi í ræðu sinni og sagði frá eigin reynslu af sjó. Því næst ræddi hún samráðherra sinn í ríkisstjórn og varpaði mynd af henni upp á vegg. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. Áslaug hóf ræðu sína í Hörpu á að rifja upp þegar hún hafi sjálf verið á sjó 25 ára. Hún hafi sofið yfir sig fyrsta daginn á vertíðinni og aldrei minnst á það við nokkurn mann þar til nú. Hún sagðist nefna þetta því að sér finnist Íslendingar almennt vera að sofna á verðinum í íslensku samfélagi á mörgum sviðum og sagðist vilja gera það að umtalsefni. Ræða Áslaugar hefst á mínútu 10:30 og má horfa á hana hér fyrir neðan. Sagði Svandís vera samnefnara regluverka og eftirlits „Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar. Bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar. Nú eða sjókvíaeldið. Eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið, sem er einmitt í sama húsi í B26,“ sagði Áslaug. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, semsagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Á meðan Áslaug minntist á samráðherra sinn var samsettri mynd af Svandísi varpað upp á vegg í Hörpu. Þar mátti sjá ráðherrann, sjó og kýrauga. Því næst sagðist Áslaug ekki ætla að ræða þetta, heldur nýsköpun í sjávarútvegi og hóf hún þá að ræða það. Svandís oft milli tannanna á Sjálfstæðismönnum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn skjóta föstum skotum að Svandísi Svavarsdóttur. Eins og alkunna er voru samstarfsmenn hennar í ríkisstjórn afar ósáttir við ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar í sumar. Sagðist Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í lok ágúst ekki útiloka að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur Svandísi kæmi í ljós að bann hennar reyndist vera ólöglegt. Sagði hann afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið yrði framlengt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Áslaug hóf ræðu sína í Hörpu á að rifja upp þegar hún hafi sjálf verið á sjó 25 ára. Hún hafi sofið yfir sig fyrsta daginn á vertíðinni og aldrei minnst á það við nokkurn mann þar til nú. Hún sagðist nefna þetta því að sér finnist Íslendingar almennt vera að sofna á verðinum í íslensku samfélagi á mörgum sviðum og sagðist vilja gera það að umtalsefni. Ræða Áslaugar hefst á mínútu 10:30 og má horfa á hana hér fyrir neðan. Sagði Svandís vera samnefnara regluverka og eftirlits „Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar. Bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar. Nú eða sjókvíaeldið. Eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið, sem er einmitt í sama húsi í B26,“ sagði Áslaug. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, semsagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Á meðan Áslaug minntist á samráðherra sinn var samsettri mynd af Svandísi varpað upp á vegg í Hörpu. Þar mátti sjá ráðherrann, sjó og kýrauga. Því næst sagðist Áslaug ekki ætla að ræða þetta, heldur nýsköpun í sjávarútvegi og hóf hún þá að ræða það. Svandís oft milli tannanna á Sjálfstæðismönnum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn skjóta föstum skotum að Svandísi Svavarsdóttur. Eins og alkunna er voru samstarfsmenn hennar í ríkisstjórn afar ósáttir við ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar í sumar. Sagðist Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í lok ágúst ekki útiloka að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur Svandísi kæmi í ljós að bann hennar reyndist vera ólöglegt. Sagði hann afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið yrði framlengt.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira