Innlent

Frelsis­svipting í Kópa­vogi

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan handtók einn á vettvangi líkamsárásarinnar.
Lögreglan handtók einn á vettvangi líkamsárásarinnar. Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás og frelsissviptingu í Kópavogi á sjöunda tímanum í morgun.

Í dagbók lögreglu fyrir daginn segir að einn hafi verið handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Hjólaði fullur á bíl snemma dags

Lögreglu barst einnig tilkynning um umferðarslys í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan níu í morgun. Þar hafði stjórnandi rafhlaupahjóls hjólað á bifreið. Sá var undir áhrifum áfengis og hlaut minniháttar meiðsli af árekstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×