Framtíðin sé á Íslandi en verður sendur út eftir nokkra daga Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2023 14:08 Isaac Kwateng hefur verið hér á landi síðan árið 2018. Nú stefnir í að hann verði fluttur úr landi eftir nokkra daga. Vísir/Ívar Fannar Á dögunum kom lögreglumaður á skrifstofu Þróttar og tilkynnti að búið væri að kaupa flugmiða fyrir vallarstjóra félagsins. Honum á að vísa úr landi þann sextánda október næstkomandi. „Ég grét. Ég viðurkenni það,“ segir hinn 28 ára gamli Isaac Kwateng í samtali við Vísi um það þegar hann fékk fregnir af fyrirhugaðri brotthvarfi sínu. Hann hefur verið hér á landi um árabil, frá árinu 2018, og starfað sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022 og samhliða því verið leikmaður SR, varaliðs Þróttar. „Þetta eru erfiðar fréttir fyrir mig að melta. Hér á landi á ég vini og fjölskyldu, en í Gana bíður mín ekkert,“ segir Isaac. Líkt og ummæli hans gefa til kynna þá kemur hann frá Gana, en hann segist ekki vita hvað verði um hann verði hann sendur aftur þangað. Hann eigi ekki fjölskyldu í Gana og óttast að hann muni hreinlega enda á götunni. Framtíð hans sé á Íslandi. „Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ segir Isaac sem bendir á að hann greiði skatta hér á landi, sé að læra íslensku og upplifi sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá er óafgreidd umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.“ Isaac vonast til að geta verið lengur á Íslandi, en viðurkennir að hann viti ekki nákvæmlega hvað sé til bragðs að taka. Spyr hvort hann megi ekki vera hér um jólin Jón Hafsteinn Jóhannsson, þjálfari SR og góður vinur Isaacs, segir fregnirnar af því að lögregla hafi tilkynnt Þrótti að Isaac verði fluttur af landi brott hafa komið sér í opna skjöldu. „Manni fallast hendur þegar það er búið að henda fram einhverri dagsetningu. Þegar manni er sagt að hann sé bara að fara héðan sextánda október,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann segir fréttirnar koma á óvart vegna þess að ekkert hafi breyst í máli Isaacs undanfarið, hann sé enn með dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Jón spyr hvers vegna ekki megi klára afgreiðslu á umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt, sem ætti að vera tekin fyrir á Alþingi í desember, áður en hann sé sendur úr landi. „Er ekki hægt að bíða og sjá hvað gerist í desember og leyfa honum þá að vera hér um jólin? Og ef hann fær höfnun að senda hann þá út í janúar? Manni þætti það allavega aðeins mannúðlegra en að drífa hann í burtu núna,“ útskýrir Jón sem segist stressaður um að möguleikar Isaacs á íslenskum ríkisborgararétti séu minni sé hann ekki á landinu. „Þegar það er komin niðurstaða í því þá lítur þetta allt öðruvísi út,“ bætir hann við. Aldrei verið í felum Isaac hefur aldrei verið í neinum felum við stjórnvöld að sögn Jóns. Hann nefnir sem dæmi að Isaac hafi verið beðinn um að skila inn vegabréfi sínu til Útlendingastofnunar. Og hann hafi bara gert það í góðri trú. „Hann er með vinnu, borgar sína skatta, leigir íbúð, og er bara eins og ég og þú,“ segir Jón. „Maður skilur ekki hvað hann getur gert meira?“ Gana Hælisleitendur Þróttur Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Ég grét. Ég viðurkenni það,“ segir hinn 28 ára gamli Isaac Kwateng í samtali við Vísi um það þegar hann fékk fregnir af fyrirhugaðri brotthvarfi sínu. Hann hefur verið hér á landi um árabil, frá árinu 2018, og starfað sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022 og samhliða því verið leikmaður SR, varaliðs Þróttar. „Þetta eru erfiðar fréttir fyrir mig að melta. Hér á landi á ég vini og fjölskyldu, en í Gana bíður mín ekkert,“ segir Isaac. Líkt og ummæli hans gefa til kynna þá kemur hann frá Gana, en hann segist ekki vita hvað verði um hann verði hann sendur aftur þangað. Hann eigi ekki fjölskyldu í Gana og óttast að hann muni hreinlega enda á götunni. Framtíð hans sé á Íslandi. „Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ segir Isaac sem bendir á að hann greiði skatta hér á landi, sé að læra íslensku og upplifi sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá er óafgreidd umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.“ Isaac vonast til að geta verið lengur á Íslandi, en viðurkennir að hann viti ekki nákvæmlega hvað sé til bragðs að taka. Spyr hvort hann megi ekki vera hér um jólin Jón Hafsteinn Jóhannsson, þjálfari SR og góður vinur Isaacs, segir fregnirnar af því að lögregla hafi tilkynnt Þrótti að Isaac verði fluttur af landi brott hafa komið sér í opna skjöldu. „Manni fallast hendur þegar það er búið að henda fram einhverri dagsetningu. Þegar manni er sagt að hann sé bara að fara héðan sextánda október,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann segir fréttirnar koma á óvart vegna þess að ekkert hafi breyst í máli Isaacs undanfarið, hann sé enn með dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Jón spyr hvers vegna ekki megi klára afgreiðslu á umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt, sem ætti að vera tekin fyrir á Alþingi í desember, áður en hann sé sendur úr landi. „Er ekki hægt að bíða og sjá hvað gerist í desember og leyfa honum þá að vera hér um jólin? Og ef hann fær höfnun að senda hann þá út í janúar? Manni þætti það allavega aðeins mannúðlegra en að drífa hann í burtu núna,“ útskýrir Jón sem segist stressaður um að möguleikar Isaacs á íslenskum ríkisborgararétti séu minni sé hann ekki á landinu. „Þegar það er komin niðurstaða í því þá lítur þetta allt öðruvísi út,“ bætir hann við. Aldrei verið í felum Isaac hefur aldrei verið í neinum felum við stjórnvöld að sögn Jóns. Hann nefnir sem dæmi að Isaac hafi verið beðinn um að skila inn vegabréfi sínu til Útlendingastofnunar. Og hann hafi bara gert það í góðri trú. „Hann er með vinnu, borgar sína skatta, leigir íbúð, og er bara eins og ég og þú,“ segir Jón. „Maður skilur ekki hvað hann getur gert meira?“
Gana Hælisleitendur Þróttur Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira