Styrkja rannsóknir og efla eftirlit með lagareldi Lovísa Arnardóttir skrifar 4. október 2023 12:01 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra birti í dag fyrstu heildstæðu stefnuna um uppbyggingu og umgjörð lagareldis. Vísir/Arnar Fyrsta heildstæða stefnan um uppbyggingu og umgjörð lagareldis hefur nú verið birt. Efla á eftirlit og rannsóknir. Leyfishafar munu greiða gjald fyrir afnot af auðlindum. Ráðherra segir gott að fá heildstæða stefnu þrátt fyrir ólíka stöðu hverrar greinar. Stefna ráðherra nær til ársins 2040 og fjallar um sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir allar undirgreinar lagareldis, en það eru sjókvíaeldi, landeldi, úthafseldi og þörungarækt. Um er að ræða drög sem eru í samráðsferli en stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessum þingvetri. Margt nýtt kemur fram í stefnunni en sem dæmi segir að leyfishafar muni greiða gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum sem á að skila tekjum til að standa undir stjórnsýslu, rannsóknum og vöktun málaflokksins auk innviðauppbyggingar sem honum fylgir. Gjaldið verður tengt afkomu og heimsmarkaðsverði. Gjaldinu verður skipt á milli ríkis og sveitarfélaga. Herða eftirlit og kröfur Stefnan er nokkuð ítarlegri hvað varðar sjókvíaeldi en það er aðeins vegna þess að greinin er komin lengst. Fram kom á kynningarfundi matvælaráðherra að það sama eigi svo að gilda um allar greinar en sem dæmi á að efla eftirlit töluvert. „Við erum að herða umtalsvert kröfurnar og segja að við höfum ekki þolinmæði eða úthald gagnvart því að það séu umtalsverð frávik. Sama hvort það er í stroki, lús eða öðrum þáttum. Þannig nú erum við að skýra mjög vel ramman utan um greinina,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, að loknum fundi. Áhersla á strok Hún segir stóra málið núna vera strok og hversu afgerandi viðbrögðin eigi að vera. „Í þessum drögum gerum við ráð fyrir því að viðbrögð verði mjög eindregin og hafi beinlínis áhrif á þær heimilir sem fyrirtækin hafa.“ Skýrt kemur fram í stefnunni að skilgreina eigi svæði sem megi vera með eldi á og hversu margir megi starfa á hverju svæði. Einhverjir rekstraraðilar munu þurfa að færa sig um set. „Þetta er auðvitað ekki alveg nýtt fyrir þessum rekstraraðiðum sem finna fyrir því í sínu daglega starfi að það getur verið óheppilegt að deila svæði með öðrum aðila. Þannig við höfum ákveðin aðlögunartíma til að aðlagast því.“ Drögin að stefnunni eru nú aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda. Fiskeldi Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Landeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag. 4. október 2023 10:01 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Stefna ráðherra nær til ársins 2040 og fjallar um sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir allar undirgreinar lagareldis, en það eru sjókvíaeldi, landeldi, úthafseldi og þörungarækt. Um er að ræða drög sem eru í samráðsferli en stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessum þingvetri. Margt nýtt kemur fram í stefnunni en sem dæmi segir að leyfishafar muni greiða gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum sem á að skila tekjum til að standa undir stjórnsýslu, rannsóknum og vöktun málaflokksins auk innviðauppbyggingar sem honum fylgir. Gjaldið verður tengt afkomu og heimsmarkaðsverði. Gjaldinu verður skipt á milli ríkis og sveitarfélaga. Herða eftirlit og kröfur Stefnan er nokkuð ítarlegri hvað varðar sjókvíaeldi en það er aðeins vegna þess að greinin er komin lengst. Fram kom á kynningarfundi matvælaráðherra að það sama eigi svo að gilda um allar greinar en sem dæmi á að efla eftirlit töluvert. „Við erum að herða umtalsvert kröfurnar og segja að við höfum ekki þolinmæði eða úthald gagnvart því að það séu umtalsverð frávik. Sama hvort það er í stroki, lús eða öðrum þáttum. Þannig nú erum við að skýra mjög vel ramman utan um greinina,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, að loknum fundi. Áhersla á strok Hún segir stóra málið núna vera strok og hversu afgerandi viðbrögðin eigi að vera. „Í þessum drögum gerum við ráð fyrir því að viðbrögð verði mjög eindregin og hafi beinlínis áhrif á þær heimilir sem fyrirtækin hafa.“ Skýrt kemur fram í stefnunni að skilgreina eigi svæði sem megi vera með eldi á og hversu margir megi starfa á hverju svæði. Einhverjir rekstraraðilar munu þurfa að færa sig um set. „Þetta er auðvitað ekki alveg nýtt fyrir þessum rekstraraðiðum sem finna fyrir því í sínu daglega starfi að það getur verið óheppilegt að deila svæði með öðrum aðila. Þannig við höfum ákveðin aðlögunartíma til að aðlagast því.“ Drögin að stefnunni eru nú aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.
Fiskeldi Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Landeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag. 4. október 2023 10:01 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag. 4. október 2023 10:01