Innlent

Skoða elsta ljós al­heims í nýrri til­­rauna­­stofu

Helena Rós Sturludóttir skrifar
Jón Emil Guðmundsson er lektor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands.
Jón Emil Guðmundsson er lektor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Dúi

Fyrsta tilraunastofan fyrir stjarneðlisfræði opnaði nýlega hér á landi í Háskóla Íslands. Þar er meðal annars hægt að skoða eiginleika elsta ljóss alheimsins

Tilraunaaðstaðan ber nafnið Skuggskjá og verður notuð við hönnun og kvörðun á örbylgjusjónaukum framtíðarinnar, sjónaukum sem mæla örbylgjuklið.

Elsta ljós alheimsins

„Örbylgjukliðurinn er sem sagt elsta ljósið í alheiminum. Ljósið er búið að ferðast um himingeiminn í 13,8 milljarða ára og svo erum við að horfa á eiginleika þessa ljóss til að skilja hvernig alheimurinn hefur þróast og hverjir helstu eiginleikar hans eru,“ segir Jón Emil Guðmundsson, lektor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands.

Rýmið er endurvarpslaust og gleypir í sig örbylgjur og segir Jón rými eins og þetta notað um allan heim. „Þetta er notað mjög mikið til þess að skilja hvernig ýmis raftæki víxlverka við rafsegulbylgjur. Þú getur gert mælingar á bílum, gsm símum og fleira þannig svona rými eru til út um allan heim,“ segir Jón Emil. 

Síðasta verkefnið

Belgíski tæknimaðurinn Kris Ceustermans sá um hönnun rýmisins en hann hefur sett sambærileg herbergi upp í 28 löndum í 38 ár. Að sögn Jóns var verkefnið hér á landi hans síðasta áður en hann fór á eftirlaun.

Tilraunastofan er fjármögnuð af Háskóla Íslands auk styrks í frá Evrópska Rannsóknarráðinu og segir Jón rýmið opna dyr að fleiri rannsóknarverkefnum í framtíðinni.


Tengdar fréttir

Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjar­lægum gasskýjum

Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell.

Heyrðu öldunið þyngdar­bylgna sem ganga um al­heiminn

Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×