Nálgist að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn Árni Sæberg skrifar 2. október 2023 20:34 Sigursteinn telur næsta víst að hann viti hvað varð af Geirfinni Einarssyni. Vísir/Storytel/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sigursteinn Másson, sem hefur legið yfir gögnum Guðmundar- og Geirfinnsmálið undanfarið, segist telja sig nálgast það að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn. Sigursteinn hefur unnið að sex þátta þáttaröð á Storytel sem ber heitið Réttarmorð og fjallar um þetta þekktasta sakamál Íslandssögunnar. Fyrsti þátturinn er komið í loftið og restin verður birt vikulega. „Þetta verður ekki svona hámhlustun,“ sagði hann þegar hann ræddi þættina í Reykjavík síðdegis í dag. Nokkuð ljóst hvað varð um Guðmund Sigursteinn sagði að hann teldi nokkuð ljóst hvað hafi orðið um Guðmund Einarsson, sem sást aldrei aftur eftir að hafa orðið viðskila við félaga sína eftir dansleik í Hafnarfirði í byrjun árs 1974. Hann muni fara yfir það í þáttunum. Hins vegar séu hlutirnir óljósari hvað varðar Geirfinn Einarsson, sem hvarf í nóvember sama árs. „Ég er á því að við séum að nálgast þann punkt að geta sagt með nokkurri vissu hvað varð um Geirfinn,“ segir hann þó. Margir haft samband síðan af þættinum fréttist Hann segir að síðan það kvisaðist út í gær að gefa ætti Réttarmorð út hafi mikill fjöldi fólks sett sig í samband við hann og velt upp ýmsum kenningum og hugmyndum. „Því miður er það nú oftast þannig að þetta er ekki á miklum rökum reist. Það hefur alltaf einkennt þessi mál að fólk hefur talið sig vita miklu meira um þessi mál en það raunverulega veit og er með miklar hugmyndir um það. Það getur verið að dreyma eitthvað, það getur verið að hitta einhvern miðil eða sjáanda eða það er kaffibolli. Ég veit ekki hvað það er en það er allavega einhver ægileg þörf hjá fólki að þykjast vita allt um þetta. Og þá hefur það samband við mig.“ Það segir hann að geti verið truflandi og tafið vinnu með staðreyndir málsins. Hins vegar geti alltaf leynst eitthvað innan um sem skiptir máli og þarf að skoða. Sem byggir á staðreyndum en ekki draumum eða slíku. „Myndir þú vilja fara með það í gröfina“ Sem áður segir telur Sigursteinn þann tímapunkt nálgast að hægt verði að segja hvað varð um Geirfinn. Hver þarf að segja það, svo það verði staðfest? „Auðvitað væri best ef viðkomandi myndi stíga fram,“ segir Sigursteinn en bætir við að hann geti ekkert fullyrt um að hann hafi rætt við einhvern sem ber ábyrgð á hvarfinu. Hins vegar geti hann sagt það að allar líkur séu á því. Ekki hægt að útiloka sjálfsvíg Þá segir hann að það sé ekki alveg öruggt enda sé ekki hægt að útiloka það að Geirfinnur hafi einfaldlega svipt sig lífi. Fullt af fólki hafi horfið á Íslandi, flest hafi svipt sig lífi en einhver mannshvörf hafi verið saknæm og aldrei upplýst. „En ef að það er eins og ég held, ef þú hefðir gert eitthvað svona fyrir fimmtíu árum, þú hefðir tekið þátt í einhverju og sæir eftir því, myndir þú vilja fara með það í gröfina? Eða væri ekki betra, jafnvel þó þú værir að játa á þig alvarlegan glæp, væri ekki betra að horfast í augu við það, heldur en að fara með það niður?“ spyr Sigursteinn. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Fjölmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Sigursteinn hefur unnið að sex þátta þáttaröð á Storytel sem ber heitið Réttarmorð og fjallar um þetta þekktasta sakamál Íslandssögunnar. Fyrsti þátturinn er komið í loftið og restin verður birt vikulega. „Þetta verður ekki svona hámhlustun,“ sagði hann þegar hann ræddi þættina í Reykjavík síðdegis í dag. Nokkuð ljóst hvað varð um Guðmund Sigursteinn sagði að hann teldi nokkuð ljóst hvað hafi orðið um Guðmund Einarsson, sem sást aldrei aftur eftir að hafa orðið viðskila við félaga sína eftir dansleik í Hafnarfirði í byrjun árs 1974. Hann muni fara yfir það í þáttunum. Hins vegar séu hlutirnir óljósari hvað varðar Geirfinn Einarsson, sem hvarf í nóvember sama árs. „Ég er á því að við séum að nálgast þann punkt að geta sagt með nokkurri vissu hvað varð um Geirfinn,“ segir hann þó. Margir haft samband síðan af þættinum fréttist Hann segir að síðan það kvisaðist út í gær að gefa ætti Réttarmorð út hafi mikill fjöldi fólks sett sig í samband við hann og velt upp ýmsum kenningum og hugmyndum. „Því miður er það nú oftast þannig að þetta er ekki á miklum rökum reist. Það hefur alltaf einkennt þessi mál að fólk hefur talið sig vita miklu meira um þessi mál en það raunverulega veit og er með miklar hugmyndir um það. Það getur verið að dreyma eitthvað, það getur verið að hitta einhvern miðil eða sjáanda eða það er kaffibolli. Ég veit ekki hvað það er en það er allavega einhver ægileg þörf hjá fólki að þykjast vita allt um þetta. Og þá hefur það samband við mig.“ Það segir hann að geti verið truflandi og tafið vinnu með staðreyndir málsins. Hins vegar geti alltaf leynst eitthvað innan um sem skiptir máli og þarf að skoða. Sem byggir á staðreyndum en ekki draumum eða slíku. „Myndir þú vilja fara með það í gröfina“ Sem áður segir telur Sigursteinn þann tímapunkt nálgast að hægt verði að segja hvað varð um Geirfinn. Hver þarf að segja það, svo það verði staðfest? „Auðvitað væri best ef viðkomandi myndi stíga fram,“ segir Sigursteinn en bætir við að hann geti ekkert fullyrt um að hann hafi rætt við einhvern sem ber ábyrgð á hvarfinu. Hins vegar geti hann sagt það að allar líkur séu á því. Ekki hægt að útiloka sjálfsvíg Þá segir hann að það sé ekki alveg öruggt enda sé ekki hægt að útiloka það að Geirfinnur hafi einfaldlega svipt sig lífi. Fullt af fólki hafi horfið á Íslandi, flest hafi svipt sig lífi en einhver mannshvörf hafi verið saknæm og aldrei upplýst. „En ef að það er eins og ég held, ef þú hefðir gert eitthvað svona fyrir fimmtíu árum, þú hefðir tekið þátt í einhverju og sæir eftir því, myndir þú vilja fara með það í gröfina? Eða væri ekki betra, jafnvel þó þú værir að játa á þig alvarlegan glæp, væri ekki betra að horfast í augu við það, heldur en að fara með það niður?“ spyr Sigursteinn.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Fjölmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent