Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2023 12:54 Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari í málinu. Steinbergur Finnbogason er réttargæslumaður í málinu. Vísir/Vilhelm Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. Uppi varð fótur og fit í útbúna dómsalnum í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í morgun þegar Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, tilkynnti dómara að skjólstæðingur hans hefði breytt um afstöðu í málinu. Hann hafði áður játað tvær hnífsstungur, bæði hjá lögreglu og svo fyrir dómi, en nú væri skoðun hans breytt. Hann hefði aðeins stungið einn. Sigríður Hjaltested dómari var ekki ánægð með þessa vendingu í málinu enda skýrslutökum lokið og málflutningur fram undan. Sigríður sagði vendinguna í málinu óvirðingu við réttinn. Veisla um helgina Aðalmeðferð í málinu fór fram í veislusalnum alla síðustu viku. Fjöldi sakborninga gerði það að verkum að þinghaldinu var fundinn staður í Gullhömrum svo allir verjendurnir kæmust fyrir. Sett var upp sérstakt hljóðkerfi svo allir verjendur gætu tekið til máls og mikið lagt í þá vinnu. Um helgina fór svo fram veisla í salnum og allur búnaður tekinn niður. Ekki var talin þörf á honum enda aðeins málflutningur saksóknara og verjenda eftir. Þegar ljóst varð að taka þyrfti aftur skýrslu af Alexander Mána, vegna breyttrar afstöðu, þurfti að gera hlé á þinghaldi. Upptökubúnaður var ekki lengur til staðar. Var brugðið á það ráð að lögregluþjónn stóð fyrir framan Alexander á meðan sá síðarnefndi gaf skýrslu og tók frásögn hans upp á búkmyndavél. Sú staðreynd að Alexander Máni neitaði sök við aðra hnífsstunguna beinir sjónum að öðrum sakborningum í málinu. Alexander Máni er sá eini sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, þrjár tilraunir. Hann játaði tvær hnífsstungur og nú stendur eftir ein játning. Enginn verjandi í málinu spurði Alexander Mána út í breyttan framburð sinn við skýrslutöku saksóknara í morgun. Í framhaldinu fór málflutningur saksóknara fram. Þar krafðist Dagmar Ösp saksóknari átta ára fangelsisdóms yfir Alexander Mána. Hálftíma hlé var gert að loknum málflutningi saksóknara. Fram undan er málflutningur verjenda í málinu. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Uppi varð fótur og fit í útbúna dómsalnum í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í morgun þegar Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, tilkynnti dómara að skjólstæðingur hans hefði breytt um afstöðu í málinu. Hann hafði áður játað tvær hnífsstungur, bæði hjá lögreglu og svo fyrir dómi, en nú væri skoðun hans breytt. Hann hefði aðeins stungið einn. Sigríður Hjaltested dómari var ekki ánægð með þessa vendingu í málinu enda skýrslutökum lokið og málflutningur fram undan. Sigríður sagði vendinguna í málinu óvirðingu við réttinn. Veisla um helgina Aðalmeðferð í málinu fór fram í veislusalnum alla síðustu viku. Fjöldi sakborninga gerði það að verkum að þinghaldinu var fundinn staður í Gullhömrum svo allir verjendurnir kæmust fyrir. Sett var upp sérstakt hljóðkerfi svo allir verjendur gætu tekið til máls og mikið lagt í þá vinnu. Um helgina fór svo fram veisla í salnum og allur búnaður tekinn niður. Ekki var talin þörf á honum enda aðeins málflutningur saksóknara og verjenda eftir. Þegar ljóst varð að taka þyrfti aftur skýrslu af Alexander Mána, vegna breyttrar afstöðu, þurfti að gera hlé á þinghaldi. Upptökubúnaður var ekki lengur til staðar. Var brugðið á það ráð að lögregluþjónn stóð fyrir framan Alexander á meðan sá síðarnefndi gaf skýrslu og tók frásögn hans upp á búkmyndavél. Sú staðreynd að Alexander Máni neitaði sök við aðra hnífsstunguna beinir sjónum að öðrum sakborningum í málinu. Alexander Máni er sá eini sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, þrjár tilraunir. Hann játaði tvær hnífsstungur og nú stendur eftir ein játning. Enginn verjandi í málinu spurði Alexander Mána út í breyttan framburð sinn við skýrslutöku saksóknara í morgun. Í framhaldinu fór málflutningur saksóknara fram. Þar krafðist Dagmar Ösp saksóknari átta ára fangelsisdóms yfir Alexander Mána. Hálftíma hlé var gert að loknum málflutningi saksóknara. Fram undan er málflutningur verjenda í málinu.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17
„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46