Innlent

Bein út­sending: „Við bíðum… EKKI LENGUR!“ – mál­þing um kjör eldra fólks

Atli Ísleifsson skrifar
Helgi Pétursson er formaður Landssambands eldri borgara.
Helgi Pétursson er formaður Landssambands eldri borgara. Vísir/Arnar

„Við bíðum… EKKI LENGUR!“ er yfirskrift málþings á vegum Landssambands eldri borgara þar sem fjallað verður um kjör eldra fólks.

Málþingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut og stendur milli klukkan 13 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Málþingið byggist á Stefnumörkun LEB í kjaramálum 2023 sem er í þrem hlutum:

  1. Almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar og millitekjur.
  2. Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu.
  3. Breytingar á lögum; skattalögum og lögum um almannatryggingar.

Gert er ráð fyrir að hver hluti málþingsins taki tæpa klukkustund og er stutt kaffihlé á milli.

Allir 3 hlutar málþingsins eru eins byggðir upp:

  • Erindi fulltrúa LEB um áhersluatriðið
  • Erindi ráðherra/þingmanns úr ríkisstjórn
  • Málþingsstjóri ræðir við frummælendur
  • Reynslusögur eldri borgara – myndbönd
  • Pallborð undir stjórn málþingsstjóra:
  • – Tveir stjórnarandstöðuþingmenn
  • – Forystumaður verkalýðshreyfingar
  • – Eldri borgari
  • – Sérfræðingur í kjaramálum eldra fólks


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×