Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Dómsmálaráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og fáum til okkar stjórnmálafræðing, sérfræðing í málum Venesúela, til að ræða stöðuna í beinni útsendingu.

Gríðarleg aukning hefur orðið á netsvikum milli ára að sögn sérfræðings. Þá eru svikaherferðir sífellt fágaðri þar sem gervigreind er til dæmis notuð til að skrifa íslensku. Nær ógerningur er að ná fjármunum sem hafa verið sviknir út á netinu aftur til baka.

Við sýnum einnig sláandi myndir frá eldsvoða á Spáni og sýnum frá merkilegu afreki í dýralækningum þegar hryssu var kippt í lið, líklegast í fyrsta sinn á Íslandi.

Umfangsmiklar breytingar á gjaldskyldu á bílastæðum tóku gildi í dag og við heimsækjum Kjötborgarbræður, sem eru allt annað en sáttir við breytingarnar.

Og nóg er um að vera í sportinu. Leikur KR og Breiðabliks á KR-velli í dag var sá síðasti sem Rúnar Kristinsson stýrir liðinu á heimavelli, í bili, að minnsta kosti. Kollegi hans hjá Blikum, Óskar Hrafn Þorvaldsson, segir það draum sinn að þjálfa Vesturbæjarliðið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×