Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Við hittum hælisleitendur á Ásbrú í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Þá fjöllum við áfram um lyfjatengd andlát. Yfirlæknir á Vogi segir enn of marga látast hér á landi af lyfjatengdum orsökum eða vegna fíknisjúkdóma. Á þessu ári eru 35 undir fimmtugu látin sem hafa verið í þjónustu á Vogi.

Íslendingur sem búsettur hefur verið í New York-borg í áratug segir ástandið í borginni súrrealískt; götur breyttust í straumþungar ár í hamfararigningu sem skall á í gær og samgöngur lömuðust vegna skyndiflóða. Við sýnum frá óþekkjanlegri New York-borg í kvöldfréttum.

Við sýnum einnig myndir frá umfangsmikilli flugslysaæfingu, ræðum við Guðna Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra sem er uggandi yfir stöðu landbúnaðar á Íslandi og verðum á Flateyri þar sem langþráður björgunarbátur var vígður við hátíðlega athöfn í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×