Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Eitranir hafa dregið 31 til dauða á þessu ári og flest andlátin má rekja til notkunar áfengis, ópíóíða eða morfínskyldra lyfja. Yfirlögregluþjónn segist merkja aukna notkun á oxycontin og segir hvert andlát einu of mikið. 

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Útlendingastofnun er heimilt að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt nýjum úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mætir í settið og fer yfir næstu skref en breytingin hefur áhrif á stóran hóp flóttamanna hér á landi.

Við kynnum okkur einnig glænýja könnun á fylgi flokkanna, sjáum frá íburðamikilli kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar í Hörpu og kíkjum bak sviðs á frumsýningu söngleiksins Deleríum Búbónis.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×