Íhuga að birta myndefni af árásarmönnunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. september 2023 14:28 Sá sem varð fyrir árásinni á þriðjudagskvöld var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvaldi yfir nótt. Hann hlaut talsvert mikla áverka, meðal annars brotnuðu tennur. Vísir/Vilhelm Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Árásin átti sér stað á þriðjudagskvöld. Maður sem staddur var hér á landi til að sækja ráðstefnu á vegum Samtakanna '78 var á gangi upp á hótel eftir kvöldverð, þegar hann tók eftir tveimur mönnum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Skömmu síðar komu mennirnir aftan að honum og veittust að honum með höggum og spörkum. Maðurinn hlaut talsvert mikla áverka við árásina og dvaldi á sjúkrahúsi yfir nótt. Íhuga að lýsa eftir árásarmönnunum Árásin er nú komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spurður um hvort það sé algengt að sú deild rannsaki líkamsrárásir segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi, að miðlæg deild rannsaki alvarlegar líkamsárásir en einnig hatursglæpi. Hann segir að það sé ekki búið að staðfesta endanlega að um hatursglæp sé að ræða í þessu tilfelli en „þeim möguleika sé haldið opnum.“ Við erum að skoða hver ástæða þessarar árásar er. Hvort hún hafi tengst kynhneigð eða kynvitund mannsins. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Eiríkur segir lögregluna ekki vita hverjir hafi verið að verki. „Það er allt í rannsókn. Við erum ekki kominn með neinn grunaðan en erum að fara yfir allt myndefni og reyna að vinna úr þessu.“ Eiríkur vill ekki gefa upp hvort árásin hafi náðst á myndband. Það komi til greina að lýsa eftir mönnunum ef lögreglu takist ekki að finna út hverjir hafi verið að verki. Veistu eitthvað um líðan þess sem varð fyrir árásinni? „Þetta voru talsverðir áverkar, engir þó beinlínis hættulegir. Hann hefur glímt við einhver eftirköst eftir þetta.“ Mikið hefur verið rætt um bakslag í réttindabaráttu Hinsseginsamfélagsins og aðilar innan þess hafa lýst óöruggi og jafnvel hræðslu við að fara út á meðal fólks. Eiríkur segir lögregluna hlusta á allar slíkar áhyggjuraddir og bregðast við eftir því sem þurfa þyki. Sem betur fer séu ekki mörg dæmi um að veist hafi verið að hinsegin fólki en dæmin séu þó of mörg. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Árásin átti sér stað á þriðjudagskvöld. Maður sem staddur var hér á landi til að sækja ráðstefnu á vegum Samtakanna '78 var á gangi upp á hótel eftir kvöldverð, þegar hann tók eftir tveimur mönnum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Skömmu síðar komu mennirnir aftan að honum og veittust að honum með höggum og spörkum. Maðurinn hlaut talsvert mikla áverka við árásina og dvaldi á sjúkrahúsi yfir nótt. Íhuga að lýsa eftir árásarmönnunum Árásin er nú komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spurður um hvort það sé algengt að sú deild rannsaki líkamsrárásir segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi, að miðlæg deild rannsaki alvarlegar líkamsárásir en einnig hatursglæpi. Hann segir að það sé ekki búið að staðfesta endanlega að um hatursglæp sé að ræða í þessu tilfelli en „þeim möguleika sé haldið opnum.“ Við erum að skoða hver ástæða þessarar árásar er. Hvort hún hafi tengst kynhneigð eða kynvitund mannsins. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Eiríkur segir lögregluna ekki vita hverjir hafi verið að verki. „Það er allt í rannsókn. Við erum ekki kominn með neinn grunaðan en erum að fara yfir allt myndefni og reyna að vinna úr þessu.“ Eiríkur vill ekki gefa upp hvort árásin hafi náðst á myndband. Það komi til greina að lýsa eftir mönnunum ef lögreglu takist ekki að finna út hverjir hafi verið að verki. Veistu eitthvað um líðan þess sem varð fyrir árásinni? „Þetta voru talsverðir áverkar, engir þó beinlínis hættulegir. Hann hefur glímt við einhver eftirköst eftir þetta.“ Mikið hefur verið rætt um bakslag í réttindabaráttu Hinsseginsamfélagsins og aðilar innan þess hafa lýst óöruggi og jafnvel hræðslu við að fara út á meðal fólks. Eiríkur segir lögregluna hlusta á allar slíkar áhyggjuraddir og bregðast við eftir því sem þurfa þyki. Sem betur fer séu ekki mörg dæmi um að veist hafi verið að hinsegin fólki en dæmin séu þó of mörg.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59