Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. september 2023 18:59 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. „Þetta er afleiðing af þessum skelfilegu útlendingalögum sem voru sett, og varað var við að myndu hafa skelfilegar afleiðingar. Fólk yrði sett út á götu. Það voru einhverjir sem trúðu því ekki, og meira að segja fólk sem samþykki lögin sem trúði því ekki að til þess kæmi,“ Sú hafi hins vegar verið raunin, og skjólstæðingar Stígamóta, mansalsþolendur, hafi þurft að treysta á að einstaklingar og samtök skjóti yfir þá skjólshúsi eftir að hafa lent á götunni. „Við skulum hafa það í huga að þetta er fólk sem getur ekkert endilega farið af landi brott,“ sagði Drífa. Ekki ásættanlegur kostur Einhverjir virðist fagna neyðarskýlunum, sem Drífa telur þó ekki tilefni til. „Þetta neyðarskýli er ekki framtíðarlausn, þetta er ekki athvarf og þú getur ekki búið þarna. Þú ert bara þarna yfir blánóttina. Þannig færast mörkin til í þessari umræðu, allt í einu er þetta orðið ásættanlegi kosturinn,“ segir Drífa. Hún segir að hinn raunverulegi ásættanlegi kostur væri að farið yrði að alþjóðasáttmálum og -samningum. „Að vera ekki að henda mansalsþolendum og fólki í viðkvæmri stöðu á götuna. Það er ekki ásættanlegt. Og síðan bara að sýna þá lágmarksmennsku að hafa húsaskjól og athvarf þar sem fólk getur verið og kallað einhvers konar heimili, og fengið framfærslu, sem það er svipt núna.“ Hún segir ástand mansalsþolenda sem leitað hafi til Stígamóta að undanförnu vera misjanft. Hjálparsamtök hafi hlaupið undir bagga til að aðstoða, en þolinmæði, orka og fjármunir séu að klárast. „Þannig að þetta mátti ekki seinna vera, að koma með einhvers konar úrræði. En það er ennþá mjög mikið af spurningum um öryggi fólks inni í þessu úrræði, og hvað tekur svo við.“ Flóttamenn Hælisleitendur Málefni heimilislausra Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mansal Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Þetta er afleiðing af þessum skelfilegu útlendingalögum sem voru sett, og varað var við að myndu hafa skelfilegar afleiðingar. Fólk yrði sett út á götu. Það voru einhverjir sem trúðu því ekki, og meira að segja fólk sem samþykki lögin sem trúði því ekki að til þess kæmi,“ Sú hafi hins vegar verið raunin, og skjólstæðingar Stígamóta, mansalsþolendur, hafi þurft að treysta á að einstaklingar og samtök skjóti yfir þá skjólshúsi eftir að hafa lent á götunni. „Við skulum hafa það í huga að þetta er fólk sem getur ekkert endilega farið af landi brott,“ sagði Drífa. Ekki ásættanlegur kostur Einhverjir virðist fagna neyðarskýlunum, sem Drífa telur þó ekki tilefni til. „Þetta neyðarskýli er ekki framtíðarlausn, þetta er ekki athvarf og þú getur ekki búið þarna. Þú ert bara þarna yfir blánóttina. Þannig færast mörkin til í þessari umræðu, allt í einu er þetta orðið ásættanlegi kosturinn,“ segir Drífa. Hún segir að hinn raunverulegi ásættanlegi kostur væri að farið yrði að alþjóðasáttmálum og -samningum. „Að vera ekki að henda mansalsþolendum og fólki í viðkvæmri stöðu á götuna. Það er ekki ásættanlegt. Og síðan bara að sýna þá lágmarksmennsku að hafa húsaskjól og athvarf þar sem fólk getur verið og kallað einhvers konar heimili, og fengið framfærslu, sem það er svipt núna.“ Hún segir ástand mansalsþolenda sem leitað hafi til Stígamóta að undanförnu vera misjanft. Hjálparsamtök hafi hlaupið undir bagga til að aðstoða, en þolinmæði, orka og fjármunir séu að klárast. „Þannig að þetta mátti ekki seinna vera, að koma með einhvers konar úrræði. En það er ennþá mjög mikið af spurningum um öryggi fólks inni í þessu úrræði, og hvað tekur svo við.“
Flóttamenn Hælisleitendur Málefni heimilislausra Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mansal Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira