Drifu sig í vel heppnað leggönguboð Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. september 2023 20:01 Þórey Vilhjálmsdóttir og Anna Sigríður Árnadóttir voru á meðal gesta. Anton Brink Konur fjölmenntu á sérstakt leggönguboð í Ásmundarsal í gær. Tilefnið var undirbúningur og styrktarkvöld fyrir góðgerðargönguna Leggangan sem útivistarhópurinn Snjódrífurnar standa fyrir til stuðnings konum sem þurfa að takast á við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Átakið er tvíþætt. Annars vegar fjáröflun og hins vegar vitundarvakning um málefnið. Góðgerðarfélagsið Lífskraftur sem Snjódrífurnar halda um og hefur styrkt málefni krabbameinssjúkra um tæplega 30 milljónir undanfarin þrjú ár. Samstarfsaðilar Lífskrafts eru Feel Iceland og 66°Norður en hluti af átakinu fólst í sölu á svokallaðri Leggöngupeysu en allur ágóði af sölunni rennur til Lífskrafts. Kristrún Kristjáns og Svanhildur Svavars voru að sjálfsögðu mættar.Anton Brink Leggangan verður farin laugardaginn 7. október. Rúmlega 120 konur ætla með og liggur leiðin um norðurbrúnir Landmannaöskjunnar og uppgöngu á sjálfa Háölduna sem rís um 1150 metra yfir sjávarmál og er hæsta fjallið á Landmannalaugasvæðinu. Ilmur Kristjánsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir. Í Ásmundarsal fór leiðangurskonan og Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir yfir ferðina sjálfa. Elísa Viðarsdóttir, fræðslu- og þróunarstjóri Feel Iceland og landsliðskona í knattspyrnu ræddi góða næringu. Lífskraftskonan og þingkonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hélt tölu og deildi reynslu sinni af veikindum systur sinnar sem lést fyrir tæpu ári eftir snarpa baráttu við krabbamein. Gestir drukku holla drykki í tilefni dagsins.Anton Brink Snjódrífurnar Sirrý Ágústsdóttir og Soffía Sigurgeirsdóttir greindu auk þess stuttlega frá málþingi Lífskrafts sem var haldið fyrr í mánuðinum í Háskólanum í Reykjavík. Agla Bríet, Bára Mjöll og Vera stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.Anton Brink Á málþinginu hélt Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir kvenlækningadeildar Landspítalans, meðal annars erindi þar sem fram kom að árlega greinast um eitt hundrað konur á barneignaraldri með krabbamein á Íslandi og að í mörgum tilfellum hefur meinið og eða krabbameinsmeðferðin neikvæð áhrif á frjósemi þessara kvenna. Hulda Bjarna og Anna Rut Þrárins.Anton Brink Kolbrún tók það skýrt fram í erindi sínu að það væri mikilvægt að koma á skýrari verkferlum og staðlaðri ráðgjöf fyrir þennan hóp við greiningu. Fleiri myndir sem Anton Brink tók má sjá að neðan. Skimun fyrir krabbameini Samkvæmislífið Reykjavík Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira
Átakið er tvíþætt. Annars vegar fjáröflun og hins vegar vitundarvakning um málefnið. Góðgerðarfélagsið Lífskraftur sem Snjódrífurnar halda um og hefur styrkt málefni krabbameinssjúkra um tæplega 30 milljónir undanfarin þrjú ár. Samstarfsaðilar Lífskrafts eru Feel Iceland og 66°Norður en hluti af átakinu fólst í sölu á svokallaðri Leggöngupeysu en allur ágóði af sölunni rennur til Lífskrafts. Kristrún Kristjáns og Svanhildur Svavars voru að sjálfsögðu mættar.Anton Brink Leggangan verður farin laugardaginn 7. október. Rúmlega 120 konur ætla með og liggur leiðin um norðurbrúnir Landmannaöskjunnar og uppgöngu á sjálfa Háölduna sem rís um 1150 metra yfir sjávarmál og er hæsta fjallið á Landmannalaugasvæðinu. Ilmur Kristjánsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir. Í Ásmundarsal fór leiðangurskonan og Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir yfir ferðina sjálfa. Elísa Viðarsdóttir, fræðslu- og þróunarstjóri Feel Iceland og landsliðskona í knattspyrnu ræddi góða næringu. Lífskraftskonan og þingkonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hélt tölu og deildi reynslu sinni af veikindum systur sinnar sem lést fyrir tæpu ári eftir snarpa baráttu við krabbamein. Gestir drukku holla drykki í tilefni dagsins.Anton Brink Snjódrífurnar Sirrý Ágústsdóttir og Soffía Sigurgeirsdóttir greindu auk þess stuttlega frá málþingi Lífskrafts sem var haldið fyrr í mánuðinum í Háskólanum í Reykjavík. Agla Bríet, Bára Mjöll og Vera stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.Anton Brink Á málþinginu hélt Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir kvenlækningadeildar Landspítalans, meðal annars erindi þar sem fram kom að árlega greinast um eitt hundrað konur á barneignaraldri með krabbamein á Íslandi og að í mörgum tilfellum hefur meinið og eða krabbameinsmeðferðin neikvæð áhrif á frjósemi þessara kvenna. Hulda Bjarna og Anna Rut Þrárins.Anton Brink Kolbrún tók það skýrt fram í erindi sínu að það væri mikilvægt að koma á skýrari verkferlum og staðlaðri ráðgjöf fyrir þennan hóp við greiningu. Fleiri myndir sem Anton Brink tók má sjá að neðan.
Skimun fyrir krabbameini Samkvæmislífið Reykjavík Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira