Innlent

Þrír í haldi vegna tveggja stungu­á­rása

Atli Ísleifsson skrifar
Handtökurnar tengjast aðgerðum lögreglu við Móaveg í Grafarvogi, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir þrír handteknir síðar um kvöldið í Garðabæ.
Handtökurnar tengjast aðgerðum lögreglu við Móaveg í Grafarvogi, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir þrír handteknir síðar um kvöldið í Garðabæ. Aðsend

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi þrjá menn í tengslum við tvær stunguárásir sem gerðar voru í Reykjavík síðdegis í gær. Handtökurnar tengjast aðgerðum lögreglu við Móaveg í Grafarvogi í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir handteknir síðar um kvöldið í Garðabæ.

Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgsvæðinu, segir árásirnar sem mennirnir eru grunaðir um, hafa verið gerðar utandyra á tveimur ólíkum stöðum í austurborg Reykjavíkur í gær. Séu sömu menn grunaðir um verknaðinn.

Eiríkur segir að áverkar á þeim sem fyrir árásunum urðu séu minniháttar. Hann segir að til skoðunar sé hvort að árásirnar tengist fíkniefnaviðskiptum og að einhvers konar eggvopn hafi verið notað í árásunum tveimur.

„Það er verið að taka skýrslu af mönnunum og verður í kjölfarið metið hvort að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum,“ segir Eiríkur.


Tengdar fréttir

Sér­sveit að störfum í Grafar­vogi

Sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra var að störfum við Móa­veg í Grafar­vogs­hverfi í Reykja­vík á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki hafa fengist upp­lýsingar um að­gerðirnar frá lög­reglu en tölu­verður við­búnaður var á staðnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×