Innlent

Hafþór Logi Hlynsson er látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hafþór Logi Hlynsson var búsettur á Spáni undanfarin ár.
Hafþór Logi Hlynsson var búsettur á Spáni undanfarin ár. @haffilogi

Hafþór Logi Hlynsson er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hafþór Logi var aðeins 36 ára en hann hafði verið búsettur á Spáni undanfarin ár. Hann lætur eftir sig unnustu og tvö börn.

Hafþór lést þann 27. ágúst eftir skammvinn veikindi að því er fram kemur í dánartilkynningu á samfélagsmiðlum. Vinir og ættingjar minnast hans á Facebook sem hjartahlýs manns, yndislegs föður og trausts vinar. Útför hans fór fram frá Lindarkirkju í Kópavogi í gær.

Hafþór Logi var einn sakborninga í Bitcoin-málinu svokallaða sem vakti heimsathygli. Hann hlaut átta mánaða dóm fyrir aðild sína að málinu árið 2021. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið og kom fram að Sigurjón Sighvatsson framleiðandi væri með heimildarmynd í pípunum.

Hafþór var vinsæll á Instagram þar sem rúmlega 42 þúsund manns fylgdu honum.


Tengdar fréttir

Haf­þór sak­felldur með minnsta mun í Hæsta­rétti

Hæstiréttur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson fyrir peningaþvætti og staðfesti tuttugu mánaða fangelsisdóm yfir Hafþóri sem Landsréttur hafði dæmt í janúar. Áður hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.