Bestu vinkonurnar eru sextíu geitur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. september 2023 21:01 Lovísa Rós segir að geiturnar séu bestu vinir sínir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Geitabóndi í nágrenni við Höfn í Hornafirði segir fátt skemmtilegra en að umgangast geiturnar sínar því þær séu svo uppátækjasamar og stríðnar. Bóndinn hvetur fólk til að fá sér geitur því þær séu svo góðir vinir manns. Á bænum Háhóli rétt hjá Höfn eru hjónin á bænum með um 60 geitur og 9 hafra, en það eru þau Lovísa Rósa og Jón Kjartansson. „Þær eru ótrúlega miklir karakterar hver og ein og svo eru þær yfirleitt gæfar og forvitnar og uppátækjasamar og stríðnar svolítið. Ég held að það sé nefnilega það, sem gerir þær svo skemmtilegar, þessi uppátækjasemi og stríðnin og hvað þær eru oft erfiðar. Þær eru ekki fyrir óþolinmóða því maður þarf oft að elta þær svolítið,” segir Lovísa Rós og bætir við. „Þetta eru 60 bestu vinkonur mínar, það er svolítið svoleiðis.” Lovísu finnst svo frábært hvað geiturnar hjálpast mikið að og eru góðar við hvor aðra til dæmis með litlu kiðin þegar sá tími er. „Þær eru oft að passa svona ef maður getur sagt sem svo fyrir hverja aðra. Oft er ein geit kannski með 15 kiðlinga í kringum sig og hinar eru einhvers staðar á beit. Og þegar systur hittast þá knúsast þær svolítið svona og eins mæðgur og svona, þær fylgjast í hópum voðalega mikið enda eru þetta hópdýr. Það er oft sami hópurinn, svona klíkuskapur pínu, þannig að þetta eru voðalega skemmtileg dýr,” segir Lovísa Rós hlæjandi. Lovísa og Jón framleiða líka ýmsar geitavörur eins og sápur, sem eru aðallega búnar til úr geitamör og svo er það geitafiðan eða öðru nafni kasmírull, sem næst af geitunum. Lovísa Rós og Jón Kjartansson, maður hennar eru með 60 geitur á Háhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er líka hægt að fá geitakjöt á Háhóli. „Það sem er sérstakt við geitakjötið er að það er miklu, miklu minni fita á því en til dæmis lambakjöti.” En ætti fólk almennt að fá sér geitur? „Ég held það, ég skil bara ekki af hverju allir eigi ekki geit, þetta eru eiginlega bara þannig dýr, vinir manns, algjörir,” segir Lovísa Rós, geitabóndi á Háhóli rétt við Höfn í Hornafirði. Facebooksíða Háhóls Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Á bænum Háhóli rétt hjá Höfn eru hjónin á bænum með um 60 geitur og 9 hafra, en það eru þau Lovísa Rósa og Jón Kjartansson. „Þær eru ótrúlega miklir karakterar hver og ein og svo eru þær yfirleitt gæfar og forvitnar og uppátækjasamar og stríðnar svolítið. Ég held að það sé nefnilega það, sem gerir þær svo skemmtilegar, þessi uppátækjasemi og stríðnin og hvað þær eru oft erfiðar. Þær eru ekki fyrir óþolinmóða því maður þarf oft að elta þær svolítið,” segir Lovísa Rós og bætir við. „Þetta eru 60 bestu vinkonur mínar, það er svolítið svoleiðis.” Lovísu finnst svo frábært hvað geiturnar hjálpast mikið að og eru góðar við hvor aðra til dæmis með litlu kiðin þegar sá tími er. „Þær eru oft að passa svona ef maður getur sagt sem svo fyrir hverja aðra. Oft er ein geit kannski með 15 kiðlinga í kringum sig og hinar eru einhvers staðar á beit. Og þegar systur hittast þá knúsast þær svolítið svona og eins mæðgur og svona, þær fylgjast í hópum voðalega mikið enda eru þetta hópdýr. Það er oft sami hópurinn, svona klíkuskapur pínu, þannig að þetta eru voðalega skemmtileg dýr,” segir Lovísa Rós hlæjandi. Lovísa og Jón framleiða líka ýmsar geitavörur eins og sápur, sem eru aðallega búnar til úr geitamör og svo er það geitafiðan eða öðru nafni kasmírull, sem næst af geitunum. Lovísa Rós og Jón Kjartansson, maður hennar eru með 60 geitur á Háhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er líka hægt að fá geitakjöt á Háhóli. „Það sem er sérstakt við geitakjötið er að það er miklu, miklu minni fita á því en til dæmis lambakjöti.” En ætti fólk almennt að fá sér geitur? „Ég held það, ég skil bara ekki af hverju allir eigi ekki geit, þetta eru eiginlega bara þannig dýr, vinir manns, algjörir,” segir Lovísa Rós, geitabóndi á Háhóli rétt við Höfn í Hornafirði. Facebooksíða Háhóls
Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira