33 starfsmönnum Grundarheimila verði sagt upp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2023 17:37 Dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði. Þá verða breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafði starfsfólki ekki verið tilkynnt um uppsagnirnar þegar Efling sendi tölvupóstinn og lýsir starfsmaður í samtali við Vísi mikilli óreiðu. Grundarheimilin eru þrjú, Grund og Mörk í Reykjavík og Ás í Hveragerði. Grund annast auk þess rekstur 152 leiguíbúða Markarinnar 60+ í Mörkinni og rekur í Hveragerði eigið eldhús og þvottahús sem þjónustar öll Grundarheimilin. Íbúar eru alls um 370 talsins og fjöldi starfsmanna verið í kringum 700. Í apríl síðastliðnum tók Karl Óttar Einarson við forstjórastöðunn af Gísla Páli Pálssyni, sem nú er stjórnarformaður Grundar. Karl Óttar segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir að boðað hafi verið til starfsmannafundar bæði á morgun og á föstudag. Þjónustan keypt frá einkaaðilum Í pósti Eflingar til starfsmanna segir að stjórnendur hafi tilkynnt sér í gær um uppsagnirnar. Tilgangurinn sé að spara peninga og segir Efling að stjórnendur ætli sér í staðinn að kaupa þjónustu frá einkaaðilum. „Efling hefur þegar komið á framfæri mótmælum. Ég ræddi sjálf í dag í síma við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundarheimilanna og kom mótmælum félagsins á framfæri. Ég hvatti Gísla til að snúa þessari ákvörðun við, Grundarheimilin hafa ekki komið til móts við þau mótmæli.“ Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Hveragerði Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafði starfsfólki ekki verið tilkynnt um uppsagnirnar þegar Efling sendi tölvupóstinn og lýsir starfsmaður í samtali við Vísi mikilli óreiðu. Grundarheimilin eru þrjú, Grund og Mörk í Reykjavík og Ás í Hveragerði. Grund annast auk þess rekstur 152 leiguíbúða Markarinnar 60+ í Mörkinni og rekur í Hveragerði eigið eldhús og þvottahús sem þjónustar öll Grundarheimilin. Íbúar eru alls um 370 talsins og fjöldi starfsmanna verið í kringum 700. Í apríl síðastliðnum tók Karl Óttar Einarson við forstjórastöðunn af Gísla Páli Pálssyni, sem nú er stjórnarformaður Grundar. Karl Óttar segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir að boðað hafi verið til starfsmannafundar bæði á morgun og á föstudag. Þjónustan keypt frá einkaaðilum Í pósti Eflingar til starfsmanna segir að stjórnendur hafi tilkynnt sér í gær um uppsagnirnar. Tilgangurinn sé að spara peninga og segir Efling að stjórnendur ætli sér í staðinn að kaupa þjónustu frá einkaaðilum. „Efling hefur þegar komið á framfæri mótmælum. Ég ræddi sjálf í dag í síma við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundarheimilanna og kom mótmælum félagsins á framfæri. Ég hvatti Gísla til að snúa þessari ákvörðun við, Grundarheimilin hafa ekki komið til móts við þau mótmæli.“
Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Hveragerði Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira