Gervigreindin geti ekki útrýmt þýðendum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 13:23 Margrét Tryggvadóttir er formaður Rithöfundasambands Íslands. Storytel bað nýlega íslenskan þýðenda um að lagfæra þýðingu sem gervigreind hafði gert fyrir fyrirtækið. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að tími sé kominn til að bókmenntaheimurinn taki sig saman og ræði um afleiðingar gervigreindar. Bókmenntasamfélagið um allan heim hefur tekið skref til þess að takast á við vandann sem gervigreind færir þeim. Styttri skref hafa verið tekin hér á landi enda vandinn ekki jafn stór og erlendis. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, segir gervigreindina ekki geta unnið sama starf og þýðendur. „Ef þú ert með manneskju gefur þú þér að hún hafi ákveðinn skilning sem gervigreind getur haft allt öðruvísi take á. Þú getur ekki treyst neinu í textanum. Þýðandi þekkir til verksins en þarna þarftu að bera allt saman og endurskrifa. Tímasparnaðurinn er kannski ekki alveg eins og sumir halda,“ segir Margrét. Þýðandinn sem fékk þessa beiðni frá Storytel hafnaði henni. Margrét segir að sé heimurinn kominn þangað að þýðendur geri ekki neitt nema að leiðrétta gervigreind verði starf þeirra mun leiðinlegra og gæti starfstéttin að lokum horfið. „Nú eru handritshöfundar í Hollywood komnir aftur og það er eitt af því sem þeir voru að eiga við. Þeir fengu það í gegn að gervigreindin megi ekki endurskrifa þeirra efni og það megi ekki setja þeirra efni í gervigreind svo hún læri af því. Þýðing er endurskrifun á efni. Hún er umritun yfir á annað tungumál. Svo erum við komin ofboðslega stutt í því að ræða við útgefendur að setja eitthvað um gervigreind og notkun hennar í samninga. Við höfum óskað eftir viðræður um það en það er held ég full þörf að fara að ræða þetta,“ segir Margrét. Hún segir Storytel hafa skapað fjölmörg vandamál fyrir íslenska bókmenntasamfélagið. „Það sem gerist er að Storytel er að vinna sig hratt í gegnum baklistann hjá íslenskum útgáfufyrirtækjum. Í upphafi voru margir að vona að þetta yrði viðbót við bókamarkaðinn. Þú værir að fá tekjur fyrir eitthvað sem væri löngu hægt að seljast. En það sem gerðist líka var að bóksala í eintökum er að minnka. Þannig að hluta til er að þetta að éta upp markaðinn sem var fyrir,“ segir Margrét. Gervigreind Bókmenntir Íslensk tunga Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bókmenntasamfélagið um allan heim hefur tekið skref til þess að takast á við vandann sem gervigreind færir þeim. Styttri skref hafa verið tekin hér á landi enda vandinn ekki jafn stór og erlendis. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, segir gervigreindina ekki geta unnið sama starf og þýðendur. „Ef þú ert með manneskju gefur þú þér að hún hafi ákveðinn skilning sem gervigreind getur haft allt öðruvísi take á. Þú getur ekki treyst neinu í textanum. Þýðandi þekkir til verksins en þarna þarftu að bera allt saman og endurskrifa. Tímasparnaðurinn er kannski ekki alveg eins og sumir halda,“ segir Margrét. Þýðandinn sem fékk þessa beiðni frá Storytel hafnaði henni. Margrét segir að sé heimurinn kominn þangað að þýðendur geri ekki neitt nema að leiðrétta gervigreind verði starf þeirra mun leiðinlegra og gæti starfstéttin að lokum horfið. „Nú eru handritshöfundar í Hollywood komnir aftur og það er eitt af því sem þeir voru að eiga við. Þeir fengu það í gegn að gervigreindin megi ekki endurskrifa þeirra efni og það megi ekki setja þeirra efni í gervigreind svo hún læri af því. Þýðing er endurskrifun á efni. Hún er umritun yfir á annað tungumál. Svo erum við komin ofboðslega stutt í því að ræða við útgefendur að setja eitthvað um gervigreind og notkun hennar í samninga. Við höfum óskað eftir viðræður um það en það er held ég full þörf að fara að ræða þetta,“ segir Margrét. Hún segir Storytel hafa skapað fjölmörg vandamál fyrir íslenska bókmenntasamfélagið. „Það sem gerist er að Storytel er að vinna sig hratt í gegnum baklistann hjá íslenskum útgáfufyrirtækjum. Í upphafi voru margir að vona að þetta yrði viðbót við bókamarkaðinn. Þú værir að fá tekjur fyrir eitthvað sem væri löngu hægt að seljast. En það sem gerðist líka var að bóksala í eintökum er að minnka. Þannig að hluta til er að þetta að éta upp markaðinn sem var fyrir,“ segir Margrét.
Gervigreind Bókmenntir Íslensk tunga Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira