Innlent

Nætur­strætó aftur til Hafnar­fjarðar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Strætó ekur þrisvar sinnum til Hafnarfjarðar að nóttu til.
Strætó ekur þrisvar sinnum til Hafnarfjarðar að nóttu til. Vísir/Vilhelm

Frá og með næstu helgi mun næturstrætó aka til Hafnarfjarðar um helgar. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja mánaða. 

Ekið verður frá Lækjartorgi og alla leið á Hamranes. Á leiðinni til Hafnarfjarðar verður einnig stoppað í Hamraborg í Kópavogi og Ásgarði í Garðabæ. 

Brottfarartími verður klukkan 1:20, 2:25 og 3:45. Ekið verður undir merkjum leiðar 101 sem verður fimmta næturstrætóleiðin. Einnig ekur leið 103 í Breiðholt, 104 í Úlfarsárdal, 105 í Árbæ og 106 í Mosfellsbæ.

Leiðakerfi næturstrætós.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.