Fótbolti

Eitt ótrúlegasta klúður sem sögur fara af

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einhvern veginn tókst Mauro Icardi ekki að skora úr þessu færi.
Einhvern veginn tókst Mauro Icardi ekki að skora úr þessu færi.

Mauro Icardi, framherji Galatasaray, átti eitt ótrúlegasta klúður seinni ára í leik gegn Istanbulspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær.

Á 37. mínútu fékk Galatasaray vítaspyrnu. Kerem Akturkoglu stillti boltanum upp á vítapunktinum og hljóp að honum.

Í stað þess að skjóta renndi hann boltanum til vinstri þar sem Icardi kom. Markvörður Istanbulspor, David Raagaard Jensen, féll fyrir gabbhreyfingunni, féll til jarðar og markið var opið.

Icardi skaut hins vegar framhjá eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Ótrúlegt klúður hjá þessum mikla markaskorara.

Icardi bætti þó fyrir klúðrið fimm mínútum síðar þegar hann skoraði úr miklu erfiðara færi. Það reyndist eina mark leiksins og Galatasaray fagnaði sigri.

Galatasaray keypti Icardi frá Paris Saint-Germain í sumar. Hann lék sem lánsmaður með liðinu á síðasta tímabili.

Icardi hefur skorað sjö mörk í fyrstu sex leikjum Galatasaray í tyrknesku úrvalsdeildinni í vetur og tíu mörk í ellefu leikjum í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×