Innlent

Ey­gló nýr for­maður stjórnar Sjúkra­trygginga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra.
Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Vísir

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands og Guðmund Magnússon varaformann. Ný inn í stjórnina kemur einnig Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Vilborg Þ. Hauksdóttir var skipuð formaður stjórnar árið 2020.

Heilbrigðisráðherra skipar fimm manna stjórn Sjúkratrygginga Íslands í samræmi við lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Stjórnin skal staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Skal stjórnin hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar og að rekstur hennar sé innan ramma fjárlaga á hverjum tíma.

Formaður stjórnarinnar skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi hennar og gera honum viðvart ef starfsemi og þjónusta er ekki í samræmi við ákvæði laga og ef rekstur er ekki í samræmi við fjárlög.

Nýja stjórnin er svo skipuð:

Aðalmenn

  • Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra, formaður
  • Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur, varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson, lögfræðingur
  • Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi
  • Ólafía B. Rafnsdóttir, ráðgjafi

Varamenn

  • Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaðurKristín Hermannsdóttir, viðskiptafræðingur


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.