Swift var meðal gesta á leik Chicago Bears og liði Kelce, Kansas City Chiefs, í gærkvöldi. Unnu þar Chiefs stórsigur, 10-41. Var hún í einkasvítu Kelce-fjölskyldunnar á Arrowhead-leikvanginum ásamt móður Kelce, Donnu. Eftir leik mátti sjá Kelce og Swift ganga saman burt frá vellinum.
Page Six greinir nú frá því að Swift hafi greitt reikninginn hjá öllum gestum á veitingastað í Kansas, gegn því að þeir myndu yfirgefa staðinn. Eftir að allir voru farnir gátu Kelce og Swift svo borðað þar í næði.
Eru Swift og Kelce sögð hafa verið að hittast síðan í byrjun þessa mánaðar en þau hafa hingað til lítið tjáð sig um sambandið.