Innlent

Fyrsta skóflu­stungan að nýju hverfi á Akur­eyri

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fulltrúarnir þrír tóku allir fyrstu skóflustunguna. Frá vinstri: Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Fulltrúarnir þrír tóku allir fyrstu skóflustunguna. Frá vinstri: Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs. Ragnar Hólm

Fyrsta skóflustungan að Móahverfi á Akureyri var tekin í morgun. Hverfið rís norðvestanmegin í bænum en gert er ráð fyrir um 1.100 íbúðum þar. 

Fyrstu skóflustungurnar voru í raun þrjár og voru teknar af Höllu Björk Reynisdóttur, forseta bæjarstjórnar, Heimi Erni Árnasyni, formanni bæjarráðs, og Andra Teitssyni, formanni umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Gert er ráð fyrir 1.100 íbúðum í hverfinu sem hýsa allt að 2.400 manns. Strax í dag hefjast framkvæmdir við gatnagerð og lagnavinnu. 

Áætlað er að fyrsta verkhluta ljúki fyrir maí á næsta ári og síðasta verkhlutanum vorið 2025.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.