Innlent

Eyjamaður sá fyrir enn eitt tap Chelsea og græddi 1,7 milljónir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ollie Watkins var hetja Aston Villa á sunnudag og sömuleiðis tipparans í Eyjum.
Ollie Watkins var hetja Aston Villa á sunnudag og sömuleiðis tipparans í Eyjum. Vísir/Getty

85 ára stuðningsmaður KFS í Vestmannaeyjum fékk 13 rétta á Sunnudagsseðilinn í getraunum um helgina og fær hann rúmar 1,7 milljónir króna í vinning. Hann spáði meðal annars Aston Villa útisigri gegn Chelsea.

Í tilkynningu frá Íslenskum getraunum segir að tipparinn tippi vikulega hjá KFS í Vestmannaeyjum en mikill kraftur sé í getraunastarfi KFS sem er eitt öflugasta íþróttafélagið í sölu getraunaseðla á landinu. Auk þess hafa félagsmenn í KFS unnið Getraunadeild getrauna oftar en nokkurt annað félag á Íslandi og eiga til viðbótar nokkra Íslandsmeistaratitla í Getraunadeildinni.

Tipparinn reiknaði með jafntefli á Emirates og heimasigri Liverpool, eins og flestir.

Í Getraunadeildinni keppa hópar af öllu landinu innbyrðis, tíu vikur í senn, og er sá hópur sigurvegari sem fær flesta leiki rétta á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×