Lífið

Saga Garðars blómleg á uppistandi: „Það er nýtt barn á leiðinni“

Svava Marín Óskarsdóttir og Íris Hauksdóttir skrifa
Saga og Snorri hafa verið saman síðan árið 2014.
Saga og Snorri hafa verið saman síðan árið 2014. Saga Garðarsdóttir

Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eiga von á sínu öðru barni í lok árs.

„Það er nýtt barn á leiðinni,“ tilkynnti Saga á uppistandssýningunni Púðursykur sem haldin var í Sykursal Grósku um helgina. Saga var meðal þeirra uppistandara sem héldu uppi fjörinu en hún kom fram í glæsilegum kjól þar sem kúlan fékk að njóta sín. 

Sjálf sagði Saga í uppistandsatriði sínu að hjónin vissu ekki kyn barnsins. Þau vonuðust þó til, á léttum nótum, að um aðra stúlku væri að ræða, enda væru stelpur geggjaðar. Barnið er væntanlegt í heiminn í desember. 

Í uppistandinu gantaðist Saga með hina ýmsu kvilla sem geta hrjáð barnshafandi konur svo sem bólgna fætur og þvagleka við hnerra.

Fyrir eiga hjónin eina stúlku, Eddu Kristínu, fædda árið 2018. Árið var sannkallað tímamótaár í lífi þeirra Sögu og Snorra þar sem þau létu pússa sig saman á sumarmánuðum við hátíðlega athöfn á Suðureyri á Vestfjörðum.


Tengdar fréttir

Saga Garðars á steypinum í ræktinni

"Settur dagur á morgun,“ segir grínistinn og leikkonan Saga Garðarsdóttir í færslu sinni á Twitter. Þar birtir hún myndband af sér í ræktinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.