Fótbolti

Orri og liðs­fé­lagar hans lentu í ó­geð­felldri upp­á­komu í Brøndby í gær

Aron Guðmundsson skrifar
Orri Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn
Orri Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn Vísir/Getty

Dauðum rottum var kastað inn á völlinn er Brøndby og FC Kaup­manna­höfn áttust við í toppslag dönsku úr­vals­deildarinnar í fót­bolta í gær.

Það er Ekstra Bladet sem greinir frá en leikurinn fór fram á heimavelli Brøndby og lauk með 3-2 sigri FC Kaupmannahafnar sem situr nú með þriggja stiga forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Brøndby er nú með málið til skoðunar en miklar líkur eru taldar á því að á bak við þetta athæfi standi stuðningsmenn Brøndby.  

Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Óskarsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar, kom inn á sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks í gær og átti hann stoðsendinguna í öðru marki liðsins. 

Ótrúlegt en satt þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem dauðar rottur koma við sögu í viðureign Brøndby og FC Kaupmannahafnar. Samskonar atvik átti sér stað í viðureign liðanna árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×