Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frettastofa_2021_1080x720_01

Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þá lýsir ungt fólk yfir miklum áhyggjum á stöðu húsnæðismála.

Í kvöldfréttum kíkjum við á afmælishátíð Bergsins headspace sem fór fram í dag með pompi og prakt. Yfir þrjú hundruð ungmenni mættu til að fagna tímamótunum. Ungar stúlkur sem nýttu sér þjónustu Bergsins segja mikilvægt fyrir ungt fólk að eiga stað sem þennan að.

Heitar umræður sköpuðust um frumvarp um bann hvalveiða, sem var kynnt á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að frumvarpið væri illa ígrundað og sakaði flutningsmenn frumvarpsins um rangfærslur í greinargerð með frumvarpinu.

Við kíkjum í heimsókn til grænmetisbænda sem keppast nú við að taka grænmetið upp áður en frystir.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×