Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Árni Sæberg skrifar 21. september 2023 14:38 Hvalveiðimenn náðu að drepa hvalinn eftir um 25 mínútur frá fyrsta skoti. Skjáskot Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. Þetta kemur fram í tilkynningu Njáls Gíslasonar skipstjóra um frávik við hvalveiðar Hvals 8 þann 7. september síðastliðinn. Þar segir að aðalskot hafi farið í haus hvalsins aftan við blástursop ofarlega. Skutull hafi bognað og sprengja sprungið. Hvalurinn hafi rotast og virst dauður og byrjað að sökkva í línu. Spili hafi því verið kúplað inn og byrjað að hífa inn línu, þegar híft hefði verið um stund hafi línan farið að rísa í sjó og ljóst verið að hvalurinn væri ekki dauður. „Tók hann á sprett og náðist ekki að kúpla spili út sem olli því að keðjutóg losnuðu og slógust í hlíf á spili og reif. Við þetta stöðvaðist spil og varð ónothæft um stund meðan hlíf var skorin frá. Olli þetta því að umskot tafðist og tími milli skota varð 25 mínútur. Umskot fór hægra megin í brjósthol og í gegn (Dauðaskot) Dauðatími áætlaður 25 mín en bilun í spili var um að kenna. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. lýsti atvikum með sama hætti þegar MAST stöðvaði veiðar Hvals 8 tímabundið. Þá gerði hann einnig að því skóna að eftirlitsmaður MAST hefði tekið atvikið upp með villandi hætti og MAST lagt upptöku hans til grundvallar við mat á frávikinu. Kristján ræddi atvikið og möguleika á að þróa hvalveiðar með rafmagni í ítarlegu viðtali við Vísi í gær. Sprengja dugði ekki til Í tilkynningunni segir að skutull hafi hafnað við hauskúpu hvalsin en skutulsprengja ein og sér ekki dugað til af aflífa dýrið samstundis. „Miðað við kynningu á áhrifum rafmagns sem aðferð númer 2 verður að teljast augjóst að 28A straumur og afl sem samsvarar 20 hestöflum hefði aflífað dýrið samstundis. Bann við notkun rafmagns er því megin orsök þess að dýrið drapst ekki samstundis,“ segir skipstjórinn. Í tilkynningu MAST til Hvals, um að stofnunin hyggðist taka ákvörðun um að stöðva veiðar Hvals 8, er þessari fullyrðingu vísað til föðurhúsanna. „Matvælastofnun telur að þessar fullyrðingar séu með öllu ósannaðar og ef rétt er staðið að veiðum þarf ekki að koma til þess að dauðastríð langreyða sem veiddar eru sé jafn langt raun bar vitni í umræddri veiðiferð Hvals 8.“ Blés blóði út um blástursopið Matvælastofnun hefur afhent fjölmiðlum myndskeið sem tekið var upp um borð í Hval 8 þann 7. september. Í því sést dauðastríð hvalsins. Þar má sjá hvernig hvalurinn er skotinn í tvígang með löngu bili á milli. Hér að neðan á sjá styttri útgáfu af myndskeiðinu. Þar fyrir neðan er myndskeiðið í heild sinni, heilar 43 mínútur. Í tengdum skjölum hér að neðan má sjá tilkynningar Hvals og MAST, sem fjölmiðlar hafa fengið afhentar. Tengd skjöl 2309286_Matvælastofnun_stöðvar_veiðar_um_borð_í_Hval_8_tímabundið_vegna_brota_á_dýravelferðPDF90KBSækja skjal 2309286_Fyrirhuguð_ákvörðun_um_stöðvun_veiða_um_borð_í_Hval_8_sbrPDF683KBSækja skjal 2309286_Tilkynning_um_atvik_7PDF1.2MBSækja skjal Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21. september 2023 10:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Njáls Gíslasonar skipstjóra um frávik við hvalveiðar Hvals 8 þann 7. september síðastliðinn. Þar segir að aðalskot hafi farið í haus hvalsins aftan við blástursop ofarlega. Skutull hafi bognað og sprengja sprungið. Hvalurinn hafi rotast og virst dauður og byrjað að sökkva í línu. Spili hafi því verið kúplað inn og byrjað að hífa inn línu, þegar híft hefði verið um stund hafi línan farið að rísa í sjó og ljóst verið að hvalurinn væri ekki dauður. „Tók hann á sprett og náðist ekki að kúpla spili út sem olli því að keðjutóg losnuðu og slógust í hlíf á spili og reif. Við þetta stöðvaðist spil og varð ónothæft um stund meðan hlíf var skorin frá. Olli þetta því að umskot tafðist og tími milli skota varð 25 mínútur. Umskot fór hægra megin í brjósthol og í gegn (Dauðaskot) Dauðatími áætlaður 25 mín en bilun í spili var um að kenna. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. lýsti atvikum með sama hætti þegar MAST stöðvaði veiðar Hvals 8 tímabundið. Þá gerði hann einnig að því skóna að eftirlitsmaður MAST hefði tekið atvikið upp með villandi hætti og MAST lagt upptöku hans til grundvallar við mat á frávikinu. Kristján ræddi atvikið og möguleika á að þróa hvalveiðar með rafmagni í ítarlegu viðtali við Vísi í gær. Sprengja dugði ekki til Í tilkynningunni segir að skutull hafi hafnað við hauskúpu hvalsin en skutulsprengja ein og sér ekki dugað til af aflífa dýrið samstundis. „Miðað við kynningu á áhrifum rafmagns sem aðferð númer 2 verður að teljast augjóst að 28A straumur og afl sem samsvarar 20 hestöflum hefði aflífað dýrið samstundis. Bann við notkun rafmagns er því megin orsök þess að dýrið drapst ekki samstundis,“ segir skipstjórinn. Í tilkynningu MAST til Hvals, um að stofnunin hyggðist taka ákvörðun um að stöðva veiðar Hvals 8, er þessari fullyrðingu vísað til föðurhúsanna. „Matvælastofnun telur að þessar fullyrðingar séu með öllu ósannaðar og ef rétt er staðið að veiðum þarf ekki að koma til þess að dauðastríð langreyða sem veiddar eru sé jafn langt raun bar vitni í umræddri veiðiferð Hvals 8.“ Blés blóði út um blástursopið Matvælastofnun hefur afhent fjölmiðlum myndskeið sem tekið var upp um borð í Hval 8 þann 7. september. Í því sést dauðastríð hvalsins. Þar má sjá hvernig hvalurinn er skotinn í tvígang með löngu bili á milli. Hér að neðan á sjá styttri útgáfu af myndskeiðinu. Þar fyrir neðan er myndskeiðið í heild sinni, heilar 43 mínútur. Í tengdum skjölum hér að neðan má sjá tilkynningar Hvals og MAST, sem fjölmiðlar hafa fengið afhentar. Tengd skjöl 2309286_Matvælastofnun_stöðvar_veiðar_um_borð_í_Hval_8_tímabundið_vegna_brota_á_dýravelferðPDF90KBSækja skjal 2309286_Fyrirhuguð_ákvörðun_um_stöðvun_veiða_um_borð_í_Hval_8_sbrPDF683KBSækja skjal 2309286_Tilkynning_um_atvik_7PDF1.2MBSækja skjal
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21. september 2023 10:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21. september 2023 10:38