Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. Vísir

Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti.

Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við forsætisráðherra sem flytur stefnuræðu sína í kvöld.

Verkalýðshreyfingin er gagnrýnin á ný fjárlög. Forseti ASÍ mætir í myndverið og ræðir áherslur þeirra fyrir komandi kjaravetur.

Eldislaxar finnast í sífellt fleiri ám. Við skoðum eldislax hjá Hafrannsóknarstofnun og heyrum í breskum veiðimanni sem veiddi tvo strokulaxa um helgina og efast um að hann komi aftur til Íslands að veiða ef fram heldur sem horfir.

Þá kynnum við okkur umdeilt kennsluefni í kynfræðslu og ræðum einnig við formann Samtakanna 78 um upplýsingaóreiðu sem hefur einkennt umræðu um hinsegin fræðslu samtakanna. Auk þess skoðum við vegaframkvæmdir í Teigsskógi og hittum eldhressar konur á tíræðisaldri sem stunda golf á hverjum degi.

Í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum hittir Vala Matt ævintýrakonu sem flutti inn einingahús og byggði sér griðastað í náttúrunni í Mosfellsbæ.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×