ADHD-lyf „í eðlilegum skammtastærðum“ leiði ekki til niðurfellingar bótaréttar Árni Sæberg skrifar 13. september 2023 13:47 Töluvert er um ökumenn í umferðinni sem nota ADHD-lyf. Vísir/Vilhelm Almennt myndi notkun ADHD-lyfja í eðlilegum skammtastærðum samkvæmt læknisráði ekki leiða til skerðingar eða niðurfellingar á bótarétti. Þetta segir í svari Sjóvár við fyrirspurn Vísis um áhrif notkunar ADHD-lyfja, á borð við Elvanse, á ábyrgðartryggingu ökumanna. Mikið hefur verið fjallað um stöðu ökumanna með ADHD eftir að hjón í Hveragerði greindu frá því að þau hefðu verið handtekinn vegna fíkniefnaaksturs, þar sem amfetamín mældist í blóði þeirra eftir neyslu Elvanse. Þá var greint frá því á mánudag að maður hafi verið sviptur ökuréttindum sínum af sömu sökum. Ökumenn þurfi að meta ástand sitt sjálfir Í svari Sjóvár segir að ökumanni sé óheimilt að stjórna eða reyna að stjórna ökutæki sé hann þannig á sig kominn að hann sé ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega, sama af hvaða ástæðu það er, til dæmis vegna veikinda, hrörnunar, elli, ofreynslu, svefnleysis, áfengis, fíkniefna eða lyfjanotkunar. Ökumaður beri sjálfur ábyrgð á mati á eigin ökuhæfni þegar hann sest undir stýri hverju sinni. Ef niðurstaða blóðsýna eða mat læknis eftir á staðfestir hins vegar að ökumaður hafi að einhverjum ástæðum ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutækinu örugglega og það ástand hafi leitt til umferðaróhapps, geti það leitt til niðurfellingar eða skerðingar á bótarétti og hugsanlega til endurkröfu vegna tjóns sem viðkomandi olli öðrum. Ekki reynt á í framkvæmd Svar TM við sömu fyrirspurn er á svipaða leið og svar Sjóvár. Þar segir að varðandi þetta tiltekna lyf, Elvanse, þá virðist ekki lagt blátt bann við akstri ökutækja eftir töku þess heldur beri hverjum og einum að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árverkni. Eins og almennt í vátrygginga- og skaðabótarétti þurfi að vera orsakasamband á milli töku lyfs og tjóns til að komið geti til skerðingar bóta til þess einstaklings sem tekur lyfið. Til dæmis gæti einstaklingur sem ákveður að setjast undir stýri þrátt fyrir að vera með óskýra sjón, sem sé þekkt hliðarverkun Elvanese, þurft að sæta skerðingu bóta ef viðkomandi lendir í tjóni og tengsl eru milli tjónsins og þess ástands. Á sama hátt geti einstaklingur án slíks samhengis átt rétt á fullum bótum þótt viðkomandi taki lyfið. Ólíkar reglur geti gilt um refsiábyrgð og skaðabótaábyrgð hvað þetta varðar. Þá segir að ekki finnist dæmi um að á þetta hafi reynt í framkvæmd hjá félaginu. Önnur tryggingarfélög svöruðu ekki fyrirspurn Vísis. Tryggingar Umferðaröryggi Lyf ADHD Tengdar fréttir „Þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu“ ADHD samtökin hafa skorað á stjórnvöld að setja á reglugerð tafarlaust til að koma í veg fyrir að fólk sem notar lyf vegna ADHD verði beitt viðurlögum eða sektum af hálfu lögreglu í umferðinni. Formaður samtakanna segir núgildandi lög gölluð. 11. september 2023 12:46 Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. 8. september 2023 11:52 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta segir í svari Sjóvár við fyrirspurn Vísis um áhrif notkunar ADHD-lyfja, á borð við Elvanse, á ábyrgðartryggingu ökumanna. Mikið hefur verið fjallað um stöðu ökumanna með ADHD eftir að hjón í Hveragerði greindu frá því að þau hefðu verið handtekinn vegna fíkniefnaaksturs, þar sem amfetamín mældist í blóði þeirra eftir neyslu Elvanse. Þá var greint frá því á mánudag að maður hafi verið sviptur ökuréttindum sínum af sömu sökum. Ökumenn þurfi að meta ástand sitt sjálfir Í svari Sjóvár segir að ökumanni sé óheimilt að stjórna eða reyna að stjórna ökutæki sé hann þannig á sig kominn að hann sé ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega, sama af hvaða ástæðu það er, til dæmis vegna veikinda, hrörnunar, elli, ofreynslu, svefnleysis, áfengis, fíkniefna eða lyfjanotkunar. Ökumaður beri sjálfur ábyrgð á mati á eigin ökuhæfni þegar hann sest undir stýri hverju sinni. Ef niðurstaða blóðsýna eða mat læknis eftir á staðfestir hins vegar að ökumaður hafi að einhverjum ástæðum ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutækinu örugglega og það ástand hafi leitt til umferðaróhapps, geti það leitt til niðurfellingar eða skerðingar á bótarétti og hugsanlega til endurkröfu vegna tjóns sem viðkomandi olli öðrum. Ekki reynt á í framkvæmd Svar TM við sömu fyrirspurn er á svipaða leið og svar Sjóvár. Þar segir að varðandi þetta tiltekna lyf, Elvanse, þá virðist ekki lagt blátt bann við akstri ökutækja eftir töku þess heldur beri hverjum og einum að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árverkni. Eins og almennt í vátrygginga- og skaðabótarétti þurfi að vera orsakasamband á milli töku lyfs og tjóns til að komið geti til skerðingar bóta til þess einstaklings sem tekur lyfið. Til dæmis gæti einstaklingur sem ákveður að setjast undir stýri þrátt fyrir að vera með óskýra sjón, sem sé þekkt hliðarverkun Elvanese, þurft að sæta skerðingu bóta ef viðkomandi lendir í tjóni og tengsl eru milli tjónsins og þess ástands. Á sama hátt geti einstaklingur án slíks samhengis átt rétt á fullum bótum þótt viðkomandi taki lyfið. Ólíkar reglur geti gilt um refsiábyrgð og skaðabótaábyrgð hvað þetta varðar. Þá segir að ekki finnist dæmi um að á þetta hafi reynt í framkvæmd hjá félaginu. Önnur tryggingarfélög svöruðu ekki fyrirspurn Vísis.
Tryggingar Umferðaröryggi Lyf ADHD Tengdar fréttir „Þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu“ ADHD samtökin hafa skorað á stjórnvöld að setja á reglugerð tafarlaust til að koma í veg fyrir að fólk sem notar lyf vegna ADHD verði beitt viðurlögum eða sektum af hálfu lögreglu í umferðinni. Formaður samtakanna segir núgildandi lög gölluð. 11. september 2023 12:46 Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. 8. september 2023 11:52 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu“ ADHD samtökin hafa skorað á stjórnvöld að setja á reglugerð tafarlaust til að koma í veg fyrir að fólk sem notar lyf vegna ADHD verði beitt viðurlögum eða sektum af hálfu lögreglu í umferðinni. Formaður samtakanna segir núgildandi lög gölluð. 11. september 2023 12:46
Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. 8. september 2023 11:52
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?