Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2023 07:34 Ákærðu segja að aðeins hafi staðið til að hræða brotaþola og fá þá til að láta af ógnunum og ofbeldi. Vísir/Vilhelm Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. Frá þessu segir maðurinn í greinagerð vegna málsins sem RÚV hefur undir höndum. Í greinargerðinni segist hann reka dyravörslufyrirtæki en að ákveðnir hópar hafi viljað bola honum úr starfi til að geta tekið starfsemina yfir. Honum hafi til að mynda verið rænt og hann pyntaður fyrir þremur árum þannig að hann var nær dauða en lífi. Samkvæmt RÚV segist maðurinn hafa sofið með brunavarnarteppi fyrir svefnherbergisglugganum af ótta við bensínsprengjuárás en hann hafi aldrei gripið til ofbeldis eða hefndaraðgerða. Maðurinn segir að aðeins hafi staðið til að hræða mennina þrjá en atburðarásin hafi þróast yfir í múgæsingu. Hópurinn hafi verið saman kominn til að fá þremenningana til að hætta ógnartilburðum gegn ákærðu og fjölskyldum þeirra. Þá segir maðurinn að flestir sakborningarnir hafi borið vitni um að árásin hafi alls ekki verið skipulögð og gerir athugasemdir við þá ályktun lögreglu sem og tilraunir hennar til að gera hann að höfuðpaur í málinu. Samkvæmt RÚV hafa fimm ákærðu skilað inn greinargerð vegna málsins og segir annar að umræddur hópur sem kom saman við skemmtistaðinn hafi samanstaðið af smærri vinahópum. Menn hafi verið þarna á eigin forsendum og sakborningarnir haft mismikil tengsl við brotaþolana. Hann hafi ekki vitað til þess að menn væru eða yrðu vopnaðir. Annar segist ekki hafa vitað til annars en að til stæði að hræða brotaþolana og þá segjst tveir ákærðu alls ekki hafa verið á staðnum. Aðalmeðferð í málinu hefst 25. september næstkomandi. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Frá þessu segir maðurinn í greinagerð vegna málsins sem RÚV hefur undir höndum. Í greinargerðinni segist hann reka dyravörslufyrirtæki en að ákveðnir hópar hafi viljað bola honum úr starfi til að geta tekið starfsemina yfir. Honum hafi til að mynda verið rænt og hann pyntaður fyrir þremur árum þannig að hann var nær dauða en lífi. Samkvæmt RÚV segist maðurinn hafa sofið með brunavarnarteppi fyrir svefnherbergisglugganum af ótta við bensínsprengjuárás en hann hafi aldrei gripið til ofbeldis eða hefndaraðgerða. Maðurinn segir að aðeins hafi staðið til að hræða mennina þrjá en atburðarásin hafi þróast yfir í múgæsingu. Hópurinn hafi verið saman kominn til að fá þremenningana til að hætta ógnartilburðum gegn ákærðu og fjölskyldum þeirra. Þá segir maðurinn að flestir sakborningarnir hafi borið vitni um að árásin hafi alls ekki verið skipulögð og gerir athugasemdir við þá ályktun lögreglu sem og tilraunir hennar til að gera hann að höfuðpaur í málinu. Samkvæmt RÚV hafa fimm ákærðu skilað inn greinargerð vegna málsins og segir annar að umræddur hópur sem kom saman við skemmtistaðinn hafi samanstaðið af smærri vinahópum. Menn hafi verið þarna á eigin forsendum og sakborningarnir haft mismikil tengsl við brotaþolana. Hann hafi ekki vitað til þess að menn væru eða yrðu vopnaðir. Annar segist ekki hafa vitað til annars en að til stæði að hræða brotaþolana og þá segjst tveir ákærðu alls ekki hafa verið á staðnum. Aðalmeðferð í málinu hefst 25. september næstkomandi.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira