Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. Vísir

Sérfræðingur hjá sýslumanni segir að það geti verið stórhættulegur tímapunktur í lífi þolanda að skilja við ofbeldismann og að undirbúningur sé nauðsynlegur. Heimilisofbeldismál séu orðin hættulegri og grófari. Varasaksóknari segir að í slíkum málum komi steranotkun oft við sögu.

Fjallað er um heimilisofbeldi í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þessa dagana er evrópsk ráðstefna um málefnið hér á landi. Þá verður staðan tekin á björgunarstörfum í Marokkó, enn finnast einhverjir á lífi eftir skjálftann um helgina en vonir fara dvínandi.

Við verðum í beinni útsendingu frá þinginu þar sem þingflokkar funda og ákveða formennsku í nefndum. Þingsetning er í fyrramálið. Við fjöllum áfram um afskipti lögreglu af fólki sem tekur ADHD-lyf og um rannsókn á Listasafni Íslands á verkum sem talin eru vera fölsuð. Kristján Már verður í beinni útsendingu frá Patreksfirði þar sem hann ræðir við bæjarstjórann um strokulaxa og við kíkjum í afmælisveislu Sundhallar Hafnarfjarðar.

Í Íslandi í dag verður farið yfir feril Rúnars Þórs tónlistarmanns, edrúmennskuna og væntanlega tónleika.

Fréttir, sport og Ísland í dag á Stöð 2 kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×