658 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. september 2023 16:35 Borgin segir 2021 árganginn mun stærri en 2017 árganginn, þann sem er kominn í 1. bekk. Vísir/Vilhelm 658 börn 12 mánaða og eldri voru á biðlista eftir leikskólaplássi í leikskóla sem reknir eru af Reykjavíkurborg þann 1. september síðastliðinn. Þá eru 67 börn til viðbótar að bíða eftir flutningi úr sjálfstætt starfandi leikskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að áætlað sé að um 180-200 börn 12 mánaða og eldri frá 1. september séu ekki með dagvistun. Þar er að stórum hluta um að ræða eldri börn sem nýkomin eru á biðlista eftir leikskóla í Reykjavík. Þar segir ennfremur að aðlögun í bæði borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla sé í fullum gangi. Börnin byrji í aðlögun eftir skipulagi, oft elstu börnin fyrst og svo eru börnin tekin inn eftir aldri og eftir því sem nýráðið starfsfólk hefur störf. 2021 árgangurinn stór Meðal þeirra barna sem eru á biðlistanum eru um 120 börn sem eiga eftir að fá úthlutað plássi hjá sjálfsstætt starfandi leikskóla í borginni. Börn sem eru að fara að hefja vistun í sjálfstætt starfandi leikskólum en eru á biðlista eftir borgarreknum leikskólum detta ekki út af biðlistanum fyrr en vistun hefst, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Þá séu í dag 375 í vist hjá dagforeldrum, og flest þeirra eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Alltaf sé ákveðin keðjuverkun í vistunarmálum barna á leikskólaaldri en þegar pláss bjóðist í borgarreknum leikskóla losni gjarnan pláss á móti hjá sjálfsstætt starfandi skólum og hjá dagforeldrum sem bjóðist þá öðrum börnum. Mikil hreyfing sé auk þess á listum þegar fjölskyldur flytji á milli bæjarfélaga. Bætast muni við pláss hjá borgarreknum jafnt sem sjálfstætt starfandi skólum þegar viðgerðum og endurbótum á húsnæði lýkur og þegar nýtt skólahúsnæði er opnað. Segir í tilkynningunni að vert sé að hafa í huga að 2021 árgangurinn sé sérlega stór árgangur, einungis 2009 árgangurinn sé stærri. Þá sé 2017 árgangurinn sem hóf skólagöngu í 1. bekk í haust minnsti árgangurinn í grunnskólum. Stærðarmunur þeirra sem voru að fara í skóla og þeirra sem séu að koma inn sé tæplega 300 börn. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að áætlað sé að um 180-200 börn 12 mánaða og eldri frá 1. september séu ekki með dagvistun. Þar er að stórum hluta um að ræða eldri börn sem nýkomin eru á biðlista eftir leikskóla í Reykjavík. Þar segir ennfremur að aðlögun í bæði borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla sé í fullum gangi. Börnin byrji í aðlögun eftir skipulagi, oft elstu börnin fyrst og svo eru börnin tekin inn eftir aldri og eftir því sem nýráðið starfsfólk hefur störf. 2021 árgangurinn stór Meðal þeirra barna sem eru á biðlistanum eru um 120 börn sem eiga eftir að fá úthlutað plássi hjá sjálfsstætt starfandi leikskóla í borginni. Börn sem eru að fara að hefja vistun í sjálfstætt starfandi leikskólum en eru á biðlista eftir borgarreknum leikskólum detta ekki út af biðlistanum fyrr en vistun hefst, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Þá séu í dag 375 í vist hjá dagforeldrum, og flest þeirra eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Alltaf sé ákveðin keðjuverkun í vistunarmálum barna á leikskólaaldri en þegar pláss bjóðist í borgarreknum leikskóla losni gjarnan pláss á móti hjá sjálfsstætt starfandi skólum og hjá dagforeldrum sem bjóðist þá öðrum börnum. Mikil hreyfing sé auk þess á listum þegar fjölskyldur flytji á milli bæjarfélaga. Bætast muni við pláss hjá borgarreknum jafnt sem sjálfstætt starfandi skólum þegar viðgerðum og endurbótum á húsnæði lýkur og þegar nýtt skólahúsnæði er opnað. Segir í tilkynningunni að vert sé að hafa í huga að 2021 árgangurinn sé sérlega stór árgangur, einungis 2009 árgangurinn sé stærri. Þá sé 2017 árgangurinn sem hóf skólagöngu í 1. bekk í haust minnsti árgangurinn í grunnskólum. Stærðarmunur þeirra sem voru að fara í skóla og þeirra sem séu að koma inn sé tæplega 300 börn.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira