Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Formaður Samtaka fólks með offitu líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi sótt aðgerðir úti sem ekki hafi verið framkvæmdar nægilega vel að sögn kviðarholsskurðlæknis.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hryllingur blasir við björgunarfólki í Marokkó, sem reynir nú að ná fólki undan rústum í afskekktum fjallaþorpum eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir á föstudag. Heilu bæirnir þurrkuðust út í skjálftanum og tala látinna er kominn yfir 2.100.

Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar.

Og fréttamaður okkar Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsækir íbúa á Sólheimum í Grímsnesi. Um helgina var mikið fagnað þegar rampur númer 825 í verkefninu „Römpum upp Ísland“ var vígður. Til stendur að koma upp um 30 römpum á Sólheimum næstu tvö árin.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×