Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Óttast er að tala látinna eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Marokkó hækki svo um munar næstu daga. Yfir þúsund eru látnir og minnst tólf hundruð slasaðir. Íslendingur í Marrakesh segist hafa verið hræddur um að hótel hans hryndi þegar skjálftinn reið yfir. 

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Móðir barns í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ gagnrýnir skólastjórnendur fyrir léleg samskipti eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um son hennar, sem kennari skráði í stílabók, fóru í dreifingu. Hún segir skólann reyna að fegra sig eftir á.

Næringarfræðingur segir fólk ekki þurfa að hafa of miklar áhyggjur af áti á svokölluðum gjörunnum matvælum. Vissulega sé betra að borða minna unninn mat en borði fólk einnig næringarríkan mat á móti sé ekkert að óttast.

Þá ræðir Magnús Hlynur fréttamaður okkar við þyrluflugmann á Ólafsfirði en íslensk þyrlufyrirtæki hafa malað gull í sumar á ferðamönnum, einkum í kringum eldgosið á Reykjanesi. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×