Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 12:01 Hvalur 9 hefur lagt við bryggju í Hvalfirði. Skipið veiddi tvær langreyðar í fyrstu veiðiferð þessa tímabils. snapshot-photography/B.Niehaus Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú bæði komin í höfn eftir fyrsta veiðitúr þessa tímabils. Saman hafa þau veitt þrjár langreyðar en þau héldu út á miðin á miðvikudag. Hvalur 8 landaði fyrstu langreyðinni í nótt. „Sá hvalur hafði verið skotinn minnst tvisvar með hvalskutlum. Síðan þá hefur Hvalur 9 einnig lagst við bryggju með tvo hvali til viðbótar,“ segir Robert Reed, framkvæmdastjóri dýraverndarsamtakanna Paul Watson Foundation í Bretlandi. „Þessi fyrsti hvalur sem var veiddur sannar það að hvorki er hægt að drepa hvali samstundis né hratt.“ Hvalur þurfi að skila skýrslu innan tveggja daga Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að þegar atvik sem þetta komi upp þurfi Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem hann skal lýsa atviki og greina mögulegar orsakir þess. Atvikið verði rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Stofnunin meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar halda áfram. Þóra bendir á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot er að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Fara fram á stöðvun hvalveiða „Hvalveiðarnar standast ekki lög um dýravelferð. Og ef þú getur hvorki drepið dýr á mannúðlegan hátt né hratt ætti ekki að drepa þau yfir höfuð,“ segir Rob. Haft var eftir stöðvarstjóra á hvalstöðinni í Hvalfirði í frétt sem birtist á mbl.is í morgun að veiðarnar hafi gengið vel þrátt fyrir blindþoku og leiðindaveður. Í reglugerð matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að veiðarnar megi ekki fara fram nema við góð veðurskilyrði. Þóra segir að í reglugerðinni sé ekki kveðið á um hvað teljist til góðra veðurskilyrða. Eftirlitsmenn í skipunum eigi eftir að skila skýrslum sínum þar sem veðuraðstæður eru skráðar í þaula. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú, með bréfi til Matvælastofnunar, farið fram á tafarlausa stöðvun hvalveiða. Vísa samtökin til þess að einn hvalurinn hafi verið skotinn í það minnst í tvígang og að hvalveiðar hafi farið fram við slæmar veðuraðstæður. Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31 Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú bæði komin í höfn eftir fyrsta veiðitúr þessa tímabils. Saman hafa þau veitt þrjár langreyðar en þau héldu út á miðin á miðvikudag. Hvalur 8 landaði fyrstu langreyðinni í nótt. „Sá hvalur hafði verið skotinn minnst tvisvar með hvalskutlum. Síðan þá hefur Hvalur 9 einnig lagst við bryggju með tvo hvali til viðbótar,“ segir Robert Reed, framkvæmdastjóri dýraverndarsamtakanna Paul Watson Foundation í Bretlandi. „Þessi fyrsti hvalur sem var veiddur sannar það að hvorki er hægt að drepa hvali samstundis né hratt.“ Hvalur þurfi að skila skýrslu innan tveggja daga Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að þegar atvik sem þetta komi upp þurfi Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem hann skal lýsa atviki og greina mögulegar orsakir þess. Atvikið verði rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Stofnunin meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar halda áfram. Þóra bendir á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot er að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Fara fram á stöðvun hvalveiða „Hvalveiðarnar standast ekki lög um dýravelferð. Og ef þú getur hvorki drepið dýr á mannúðlegan hátt né hratt ætti ekki að drepa þau yfir höfuð,“ segir Rob. Haft var eftir stöðvarstjóra á hvalstöðinni í Hvalfirði í frétt sem birtist á mbl.is í morgun að veiðarnar hafi gengið vel þrátt fyrir blindþoku og leiðindaveður. Í reglugerð matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að veiðarnar megi ekki fara fram nema við góð veðurskilyrði. Þóra segir að í reglugerðinni sé ekki kveðið á um hvað teljist til góðra veðurskilyrða. Eftirlitsmenn í skipunum eigi eftir að skila skýrslum sínum þar sem veðuraðstæður eru skráðar í þaula. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú, með bréfi til Matvælastofnunar, farið fram á tafarlausa stöðvun hvalveiða. Vísa samtökin til þess að einn hvalurinn hafi verið skotinn í það minnst í tvígang og að hvalveiðar hafi farið fram við slæmar veðuraðstæður.
Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31 Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33
Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31
Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01