„Risastór“ skemmtiferðaskipadagur í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2023 12:05 Þéttsetinn Skarfabakki í morgun. Alls eru fimm skemmtiferðaskip í borginni í dag. Vísir/Arnar Fimm skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavík og dagurinn einn sá allra stærsti á vertíðinni, að sögn hafnarstjóra. Hann telur að um tíu þúsund manns gætu streymt inn í borgina úr skipunum í dag. Skemmtiferðaskipin við Skarfabakka eru orðin nær órjúfanlegur hluti borgarlandslagsins yfir sumarmánuðina, þar sem þau gnæfa tröllvaxin og reykspúandi yfir lágreista byggðina. Og nú er sumarið ekki eitt undir - vertíðin er sífellt að lengjast, að sögn Gunnars Tryggvasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. „Þetta hjálpar okkur að dreifa álaginu, að fá traffík inn á axlirnar svokölluðu, apríl og september, en við höfum líka önnur sjónarmið sem valda því að þetta dragist of lengi inn í haustið. Það eru öryggissjónarmið vegna veðurs og vinda. Það hefur gerst að undanförnu að það hefur teygst á vertíðinni. Við höfum verið að fá þetta meira inn í septembermánuð,“ segir Gunnar. Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.Vísir/Arnar Og í dag, 7. september, er örtröð. Þrjú skemmtiferðaskip liggja niðri við Skarfabakka, fjórða er úti á akkeri að bíða eftir að pláss losni og hið fimmta við Miðbakka niðri í bæ. Gunnar segir að stærstu skemmtiferðaskipadagana beri oftast upp í júlímánuði. „Við beitum ýmsum ráðum til að jafna þetta sem mest en stundum hafa komið [stærri] dagar. Ég man ekki hvort það hafi komið sex skip í sumar. Það getur þó hafa verið, en ef ekki væri þessi dagur í dag þá væntanlega sá stærsti,“ segir Gunnar. Hann er ekki með það nákvæmlega á takteinunum hversu margir farþegar koma með skipunum í dag en það séu væntanlega ansi margir. „En ef þetta eru fimm skip og meðaltalið er svona tvö þúsund manns per skip, þá geta þetta verið um tíu þúsund manns sem eru að koma inn í borgina með þessum hætti, á svona risastórum dögum.“ Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Skemmtiferðaskipin við Skarfabakka eru orðin nær órjúfanlegur hluti borgarlandslagsins yfir sumarmánuðina, þar sem þau gnæfa tröllvaxin og reykspúandi yfir lágreista byggðina. Og nú er sumarið ekki eitt undir - vertíðin er sífellt að lengjast, að sögn Gunnars Tryggvasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. „Þetta hjálpar okkur að dreifa álaginu, að fá traffík inn á axlirnar svokölluðu, apríl og september, en við höfum líka önnur sjónarmið sem valda því að þetta dragist of lengi inn í haustið. Það eru öryggissjónarmið vegna veðurs og vinda. Það hefur gerst að undanförnu að það hefur teygst á vertíðinni. Við höfum verið að fá þetta meira inn í septembermánuð,“ segir Gunnar. Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.Vísir/Arnar Og í dag, 7. september, er örtröð. Þrjú skemmtiferðaskip liggja niðri við Skarfabakka, fjórða er úti á akkeri að bíða eftir að pláss losni og hið fimmta við Miðbakka niðri í bæ. Gunnar segir að stærstu skemmtiferðaskipadagana beri oftast upp í júlímánuði. „Við beitum ýmsum ráðum til að jafna þetta sem mest en stundum hafa komið [stærri] dagar. Ég man ekki hvort það hafi komið sex skip í sumar. Það getur þó hafa verið, en ef ekki væri þessi dagur í dag þá væntanlega sá stærsti,“ segir Gunnar. Hann er ekki með það nákvæmlega á takteinunum hversu margir farþegar koma með skipunum í dag en það séu væntanlega ansi margir. „En ef þetta eru fimm skip og meðaltalið er svona tvö þúsund manns per skip, þá geta þetta verið um tíu þúsund manns sem eru að koma inn í borgina með þessum hætti, á svona risastórum dögum.“
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent