„Stærsta ævintýri lífs míns“ Íris Hauksdóttir skrifar 7. september 2023 20:01 Söngleikurinn Níu líf sló um síðustu helgi aðsóknarmet í sögu Borgarleikhússins þegar 105 þúsundasti gesturinn mætti í salinn. Grímur Bjarnason Söngleikurinn Níu líf hefur slegið nýtt met í sögu Borgarleikhússins en síðustu helgi fór fjöldi gesta yfir 105 þúsund. Leikstjóri og höfundur verksins, Ólafur Egill Egilsson segir heillastjörnu hafa fylgt sýningunni frá upphafi. Fáum hefði órað fyrir vinsældum söngleiksins sem frumsýndur var í mars fyrir rúmum þremur árum. Síðastliðna helgi sló sýningin aðsóknarmet og er því orðin vinsælasta sýning Borgarleikhússins frá upphafi. Engin sýning í sögu Borgarleikhússins hefur notið eins mikilla vinsælda og Níu líf.Grímur Bjarnason Eins og flestir vita segir Níu líf sögu Bubba Morthens. Listamennirnir sem koma að sýningunni leggja allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns. Sögur Bubba eru sögur okkar allra; sögur Íslands. Sýning sem lýtur eigin lögmálum Sýningin var valin leiksýning ársins 2022 á Grímunni og var Halldóra Geirharðsdóttir valin leikkona ársins í aðalhlutverki og söngvari ársins fyrir hlutverk sitt í verkinu. Halldóra segir sýninguna fara eigin leiðir. „Níu líf lýtur sínum eigin lögmálum. Hún er nákvæmlega eins og hún vill vera og við bara hlíðum henni.“ Sjálfur segist Bubbi hafa lent í ýmsu yfir ævina en Níu líf séu með því stærsta. „Ég hef lent í mörgum ævintýrum í lífinu og fyrir utan börnin mín þá held ég að þetta sé stærsta ævintýri lífs míns.“ Ólafur Egill segir magnað að upplifa viðbrögð áhorfenda við sýningunni.Grímur Bjarnason Saga Bubba er stærri en hann sjálfur „Þetta er auðvitað algjörlega ge-heggjað,“ segir höfundurinn og leikstjórinn, Ólafur Egill í samtali við blaðakonu. „Það hefur verið heillastjarna yfir þessari sýningu frá fyrsta degi og það er magnað að finna viðbrögð áhorfenda sem eru meiri og sterkari en ég hef nokkurn tíma upplifað í leikhúsinu. Það líður varla sá dagur sem ég hitti ekki fólk eða fæ símtal eða skilaboð þar sem einhver vill segja mér frá upplifun sinni af sýningunni. Fólk byrjar oft á því að segja: Ég er nú enginn Bubba aðdáandi EN og það er þetta EN sem mér finnst svo dýrmætt, af því að saga Bubba er í raun stærri en hann sjálfur.“ Fjórða hver sál á skerinu búin að koma Hann segir galdurinn við svo vel heppnað handrit vera umfjöllunarefnið. „Þetta er saga af áföllum, vonleysi, reiði og hroka, en líka seiglu, auðmýkt, ást og upprisu. Ég held að við tengjum öll við þá baráttu. Við erum öll að díla við lífið á hverjum degi, ljós og skugga, hvert á sinn hátt. Það er svo gott að geta lagt fólki lið í þeirri baráttu, þó það sé ekki nema eina kvöldstund.“ Ólafur segir magnað að upplifa viðbrögð áhorfenda. „Í gegnum þau veit maður að við höfum hitt á streng í þjóðarsálinni. Ég held maður megi segja það þegar rúmlega fjórða hver sál á skerinu er búin að koma. Það setji auðvitað ákveðið strik í reikninginn hvað margir eru búnir að koma aftur, og aftur, og aftur. Ég veit til að mynda um konu sem er búin að koma tólf sinnum. Sem er sennilega ákveðið Íslandsmet líka.“ Lagði hjartað á borðið og leyfði okkur að kryfja sig Hann segir Bubba hafa lagt tóninn strax í upphafi undirbúningstímans. „Á fyrsta fundi sagði hann við mig: Þetta verður að vera alvöru, þetta verður að fara alla leið inn að beini - og ég má ekki skipta mér af, annars fer hégóminn að reyna að stjórna þessu. Og hann stóð við það, lagði hjartað á borðið og leyfði okkur að kryfja sig. Svo skipti hann sér auðvitað af allskonar þegar upp var staðið, en hégóminn fékk ekki að stýra neinu, og ég held að fólk finni það. Þetta er ekki hetjusagan um Bubba. Bara alls ekki. Ég hitti mann á sýningunni um daginn sem sagði við mig: Ég er bara svo glaður að þetta er ekki um Bubba Morthens, og ég varð pínu hissa og sagði: Nú um hvern er þetta þá? Mig sagði maðurinn, og var ekkert að grínast. Áhorfendur finna kannski samkenndar á sýningunni, ekki endilega með popparanum Bubba, heldur manneskjunni, breyska egóinu og barninu sem er alltaf að reyna að rata heim í hjartað sitt.“ Brynhildur Guðjónsdóttir segir sýninguna kjarna þjóðarsálina.Grímur Bjarnason Máttugur leikhúsgaldur og magnað sjónarspil Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri segist horfa til baka yfir tímann með Níu lífum með stolti og djúpu þakklæti. „Níu líf ber nafn með rentu, lifði af hremmingar heimsfaraldurs og verður þéttari og heitari með hverju árinu. Sýningin er ekki eingöngu vitnisburður um mörg líf Bubba heldur þroskasaga þjóðar, sýning sem kjarnar þjóðarsálina. Hún er máttugur leikhúsgaldur og magnað sjónarspil. Ég brosi út að eyrum og óska öllu mínu samstarfsfólki innilega til hamingju með áfangann.“ Leikhús Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Fáum hefði órað fyrir vinsældum söngleiksins sem frumsýndur var í mars fyrir rúmum þremur árum. Síðastliðna helgi sló sýningin aðsóknarmet og er því orðin vinsælasta sýning Borgarleikhússins frá upphafi. Engin sýning í sögu Borgarleikhússins hefur notið eins mikilla vinsælda og Níu líf.Grímur Bjarnason Eins og flestir vita segir Níu líf sögu Bubba Morthens. Listamennirnir sem koma að sýningunni leggja allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns. Sögur Bubba eru sögur okkar allra; sögur Íslands. Sýning sem lýtur eigin lögmálum Sýningin var valin leiksýning ársins 2022 á Grímunni og var Halldóra Geirharðsdóttir valin leikkona ársins í aðalhlutverki og söngvari ársins fyrir hlutverk sitt í verkinu. Halldóra segir sýninguna fara eigin leiðir. „Níu líf lýtur sínum eigin lögmálum. Hún er nákvæmlega eins og hún vill vera og við bara hlíðum henni.“ Sjálfur segist Bubbi hafa lent í ýmsu yfir ævina en Níu líf séu með því stærsta. „Ég hef lent í mörgum ævintýrum í lífinu og fyrir utan börnin mín þá held ég að þetta sé stærsta ævintýri lífs míns.“ Ólafur Egill segir magnað að upplifa viðbrögð áhorfenda við sýningunni.Grímur Bjarnason Saga Bubba er stærri en hann sjálfur „Þetta er auðvitað algjörlega ge-heggjað,“ segir höfundurinn og leikstjórinn, Ólafur Egill í samtali við blaðakonu. „Það hefur verið heillastjarna yfir þessari sýningu frá fyrsta degi og það er magnað að finna viðbrögð áhorfenda sem eru meiri og sterkari en ég hef nokkurn tíma upplifað í leikhúsinu. Það líður varla sá dagur sem ég hitti ekki fólk eða fæ símtal eða skilaboð þar sem einhver vill segja mér frá upplifun sinni af sýningunni. Fólk byrjar oft á því að segja: Ég er nú enginn Bubba aðdáandi EN og það er þetta EN sem mér finnst svo dýrmætt, af því að saga Bubba er í raun stærri en hann sjálfur.“ Fjórða hver sál á skerinu búin að koma Hann segir galdurinn við svo vel heppnað handrit vera umfjöllunarefnið. „Þetta er saga af áföllum, vonleysi, reiði og hroka, en líka seiglu, auðmýkt, ást og upprisu. Ég held að við tengjum öll við þá baráttu. Við erum öll að díla við lífið á hverjum degi, ljós og skugga, hvert á sinn hátt. Það er svo gott að geta lagt fólki lið í þeirri baráttu, þó það sé ekki nema eina kvöldstund.“ Ólafur segir magnað að upplifa viðbrögð áhorfenda. „Í gegnum þau veit maður að við höfum hitt á streng í þjóðarsálinni. Ég held maður megi segja það þegar rúmlega fjórða hver sál á skerinu er búin að koma. Það setji auðvitað ákveðið strik í reikninginn hvað margir eru búnir að koma aftur, og aftur, og aftur. Ég veit til að mynda um konu sem er búin að koma tólf sinnum. Sem er sennilega ákveðið Íslandsmet líka.“ Lagði hjartað á borðið og leyfði okkur að kryfja sig Hann segir Bubba hafa lagt tóninn strax í upphafi undirbúningstímans. „Á fyrsta fundi sagði hann við mig: Þetta verður að vera alvöru, þetta verður að fara alla leið inn að beini - og ég má ekki skipta mér af, annars fer hégóminn að reyna að stjórna þessu. Og hann stóð við það, lagði hjartað á borðið og leyfði okkur að kryfja sig. Svo skipti hann sér auðvitað af allskonar þegar upp var staðið, en hégóminn fékk ekki að stýra neinu, og ég held að fólk finni það. Þetta er ekki hetjusagan um Bubba. Bara alls ekki. Ég hitti mann á sýningunni um daginn sem sagði við mig: Ég er bara svo glaður að þetta er ekki um Bubba Morthens, og ég varð pínu hissa og sagði: Nú um hvern er þetta þá? Mig sagði maðurinn, og var ekkert að grínast. Áhorfendur finna kannski samkenndar á sýningunni, ekki endilega með popparanum Bubba, heldur manneskjunni, breyska egóinu og barninu sem er alltaf að reyna að rata heim í hjartað sitt.“ Brynhildur Guðjónsdóttir segir sýninguna kjarna þjóðarsálina.Grímur Bjarnason Máttugur leikhúsgaldur og magnað sjónarspil Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri segist horfa til baka yfir tímann með Níu lífum með stolti og djúpu þakklæti. „Níu líf ber nafn með rentu, lifði af hremmingar heimsfaraldurs og verður þéttari og heitari með hverju árinu. Sýningin er ekki eingöngu vitnisburður um mörg líf Bubba heldur þroskasaga þjóðar, sýning sem kjarnar þjóðarsálina. Hún er máttugur leikhúsgaldur og magnað sjónarspil. Ég brosi út að eyrum og óska öllu mínu samstarfsfólki innilega til hamingju með áfangann.“
Leikhús Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira