Óvænt að finna leiðbeiningar til íslenskra kvenna um þungunarrof Lovísa Arnardóttir skrifar 7. september 2023 06:00 Rakel segir ýmislegt leynast á Rauðsokkuvefnum sem geti aðstoðað við baráttu femínista í dag. Á ársgömlum vef um Rauðsokkur er að finna allskonar skjöl, frásagnir, teikningar og myndir frá baráttu Rauðsokka á síðustu öld. Þeirra verður minnst á málþingi í dag. Fyrir tæpu ári opnaði nýtt vefsafn um Rauðsokkur á vef Kvennasögusafnsins. Vefsíðan hefur verið mjög vel sótt en þar er að finna mikið efni um rauðsokkur á Íslandi, baráttumál þeirra og ýmis skjöl sem aldrei áður höfðu sést sem varpa góðu ljósi á vinnubrögð þeirra. Í dag verður er málþing á vegum Kvennasögusafn á Landsbókasafni og RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um hreyfinguna frá ýmsum ólíkum sjónarhornum. Meðal „Erindi mitt mun fjalla um vefsíðugerð sem Kvennasögusafn fór í með fulltrúum Rauðsokkahreyfingarinnar. Þar sem þær eru báðar að skoða sína sögu og frumskjöl og rifja upp ýmislegt og miðla því svo áfram á vefnum,“ segir Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafnsins sem nú er hluti af Landsbókasafninu. Safnið var upprunalega stofnað í heimahúsi á sama tíma og Rauðsokkahreyfingin var stofnun. Skjal sem finnst í flokki um kynbundið ofbeldi. Margt þarna er enn til umræðu í dag þegar talað er um kynbundið ofbeldi. Mynd/kvennasogusafn.is Rakel segir að í erindi sínu muni hún því líka fara yfir það hvernig efni frá grasrótarhreyfingu er svo miðlað á vef opinberrar stofnunar. Á vef hreyfingarinnar er efninu sem þær komu með, sem voru alls um tíu þúsund skjöl, skipt í nokkra flokka eins og Fjölskyldan, Menntun, Þungunarrof, Kynbundið ofbeldi og Tímaás. Innan hvers flokks er svo að finna undirflokka sem innihalda fræðslu og ýmis skjöl eins og fundargerðir, veggspjöld, teikningar, upptökur úr útvarpsþáttum og skoðanir og áherslumál Rauðsokkahreyfingarinnar. Þurftu að finna nýja leið til að miðla gögnunum Rakel segir að Landsbókasafnið hafi hina ýmsu miðla fyrir ólíka hluti sem þarf að miðla, eins og timarit.is, handrit.is og bækur.is en að þarna hafi þurft að finna leið til að miðla bæði einkaskjölum en líka skjölum frá grasrótarstarfi þar sem ekki eru til margar svona heimildir. „Þetta eru kvenlæg sjónarmið og grasrótarstarf sem fólst mikið í mótmælum og uppákomum. Lífrænum hreyfanleika. En þarna þurfti líka að finna leið til að miðla því sem ekki var hægt að segja og Dagný Kristjánsdóttir mun fjalla um það í erindi sínu. Því í bókmenntum var hægt að segja svo margt sem var ekki hægt að tala um í tengslum við einhverja ákveðna manneskju,“ segir Rakel og að í bókmenntum hafi þannig meira verið talað um kynbundið ofbeldi og það hafi verið þannig inngangur í umræðu. „Því það var enn svo mikið tabú,“ segir Rakel og að það sé til dæmis áhugavert í sögulegu tilliti því á svipuðum tíma og Rauðsokkahreyfingin er lögð niður er svo Kvennaathvarfið sett á stofn. Rakel segir ýmislegt hafa komið sér á óvart í skjölunum og nefnir sem dæmi skjöl í flokki um þungunarrof þar sem er að finna leiðbeiningar fyrir íslenskar konur um hvert þær geti leitað til að fara í slíka aðgerð. Hér má sjá leiðbeiningar um það hvar íslenskar konur geta farið í þungarrof og hvað það kostar. Mynd/Kvennasögusafnið „Þungunarrof var ekki alveg frjálst á Íslandi þótt það væri framkvæmt. Það voru meiri kvaðir á því og ég áttaði mig ekki alveg á þessu umfangi fyrr en ég sá þetta skjal.“ Langur aðdragandi Upphaf vefsafnsins má rekja allt til ársins 2018 þegar Rauðsokkahreyfingin leitar til Kvennasögusafnsins um samstarf. Þónokkrir styrkir fengust fyrir verkefninu sem svo þróaðist. Heimsfaraldur hafði svo áhrif á vinnuna við að koma því upp en formleg opnun var á Kvennafrídaginn í fyrra en hugmyndin um kvennafrí kemur auðvitað frá Rauðsokkunum. Rakel segir að eftir því sem verkefnið þróaðist hafi það orðið ítarlegra og meira efni bæst við. „Hugmyndin um vefinn breyttist. Það áttu fyrst bara að vera myndir og skýringar en allur textinn lengdist,“ segir Rakel og að á sama tíma hafi minni Rauðsokkanna virkjast og meiru bætt við sem aðeins er að finna í minni þeirra, en þær gátu staðfest með skjölunum. „Eins og að vera í nefndum um þungunarrofslöggjöf og að senda ábendingar. Þetta er þannig alveg áframhaldandi barátta, að setja þennan vef upp. Að varpa ljósi á þessa sögu til að sýna hvað grasrótarstarf og starf femínista er langt og hlykkjótt. Það er ekki ein samfelld lína um árangur en þær náðu þó töluverðu í gegn.“ Sum baráttumálin sjálfsögð og önnur þróast Víða er talað um bakslag í femínískri baráttu og segir Rakel að þannig séu þessar upplýsingar einnig mikilvægar. „Það er líka þannig að bakslagið er kannski ekki komið, en það er í bakgrunni, og þá er gott að hafa þessar upplýsingar til að vita að maður þarf að vera tilbúinn að spyrna við.“ Plakat sem er að finna á Rauðsokkavefnum á Kvennasögusafninu í flokki um dagvistun. Mynd/kvennasogusafn.is Eins segir hún áhugavert og jákvætt að sjá hvernig sum baráttumálin hafa þróast þannig að þau eru í dag tekin algerlega sjálfsögð, eins og dagheimili fyrir börn. Svo eru önnur, eins og kynjaskipt salerni, sem hafa þróast með tímanum í það að nú er barist fyrir kynlausum salernum. Málþingið stendur á morgun frá 13 til 16 og er opið öllum. Dagskrána má sjá hér að neðan. Jafnréttismál Þungunarrof Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hátíðahöld vegna kvenréttindadagsins Sunnudaginn 19. júní, er haldið upp á kvenréttindadaginn. Af því tilefni verður blómsveigur lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallarkirkjugarði og sama dag heldur Kvennaheimilið Hallveigarstaðir upp á 55 ára afmæli hússins. 18. júní 2022 21:26 Konur stöðva heiminn á alþjóðlegum baráttudegi Alþjóðlegum baráttudegi kvenna er fagnað um allan heim í dag 8. mars. Saga dagsins hér á landi er samofin verkalýðshreyfingunni og friðarboðskap. 8. mars 2018 13:00 Katrín heiðraði Rauðsokkur, Rótina og Knúz Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í gær. 1. nóvember 2019 10:25 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fyrir tæpu ári opnaði nýtt vefsafn um Rauðsokkur á vef Kvennasögusafnsins. Vefsíðan hefur verið mjög vel sótt en þar er að finna mikið efni um rauðsokkur á Íslandi, baráttumál þeirra og ýmis skjöl sem aldrei áður höfðu sést sem varpa góðu ljósi á vinnubrögð þeirra. Í dag verður er málþing á vegum Kvennasögusafn á Landsbókasafni og RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um hreyfinguna frá ýmsum ólíkum sjónarhornum. Meðal „Erindi mitt mun fjalla um vefsíðugerð sem Kvennasögusafn fór í með fulltrúum Rauðsokkahreyfingarinnar. Þar sem þær eru báðar að skoða sína sögu og frumskjöl og rifja upp ýmislegt og miðla því svo áfram á vefnum,“ segir Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafnsins sem nú er hluti af Landsbókasafninu. Safnið var upprunalega stofnað í heimahúsi á sama tíma og Rauðsokkahreyfingin var stofnun. Skjal sem finnst í flokki um kynbundið ofbeldi. Margt þarna er enn til umræðu í dag þegar talað er um kynbundið ofbeldi. Mynd/kvennasogusafn.is Rakel segir að í erindi sínu muni hún því líka fara yfir það hvernig efni frá grasrótarhreyfingu er svo miðlað á vef opinberrar stofnunar. Á vef hreyfingarinnar er efninu sem þær komu með, sem voru alls um tíu þúsund skjöl, skipt í nokkra flokka eins og Fjölskyldan, Menntun, Þungunarrof, Kynbundið ofbeldi og Tímaás. Innan hvers flokks er svo að finna undirflokka sem innihalda fræðslu og ýmis skjöl eins og fundargerðir, veggspjöld, teikningar, upptökur úr útvarpsþáttum og skoðanir og áherslumál Rauðsokkahreyfingarinnar. Þurftu að finna nýja leið til að miðla gögnunum Rakel segir að Landsbókasafnið hafi hina ýmsu miðla fyrir ólíka hluti sem þarf að miðla, eins og timarit.is, handrit.is og bækur.is en að þarna hafi þurft að finna leið til að miðla bæði einkaskjölum en líka skjölum frá grasrótarstarfi þar sem ekki eru til margar svona heimildir. „Þetta eru kvenlæg sjónarmið og grasrótarstarf sem fólst mikið í mótmælum og uppákomum. Lífrænum hreyfanleika. En þarna þurfti líka að finna leið til að miðla því sem ekki var hægt að segja og Dagný Kristjánsdóttir mun fjalla um það í erindi sínu. Því í bókmenntum var hægt að segja svo margt sem var ekki hægt að tala um í tengslum við einhverja ákveðna manneskju,“ segir Rakel og að í bókmenntum hafi þannig meira verið talað um kynbundið ofbeldi og það hafi verið þannig inngangur í umræðu. „Því það var enn svo mikið tabú,“ segir Rakel og að það sé til dæmis áhugavert í sögulegu tilliti því á svipuðum tíma og Rauðsokkahreyfingin er lögð niður er svo Kvennaathvarfið sett á stofn. Rakel segir ýmislegt hafa komið sér á óvart í skjölunum og nefnir sem dæmi skjöl í flokki um þungunarrof þar sem er að finna leiðbeiningar fyrir íslenskar konur um hvert þær geti leitað til að fara í slíka aðgerð. Hér má sjá leiðbeiningar um það hvar íslenskar konur geta farið í þungarrof og hvað það kostar. Mynd/Kvennasögusafnið „Þungunarrof var ekki alveg frjálst á Íslandi þótt það væri framkvæmt. Það voru meiri kvaðir á því og ég áttaði mig ekki alveg á þessu umfangi fyrr en ég sá þetta skjal.“ Langur aðdragandi Upphaf vefsafnsins má rekja allt til ársins 2018 þegar Rauðsokkahreyfingin leitar til Kvennasögusafnsins um samstarf. Þónokkrir styrkir fengust fyrir verkefninu sem svo þróaðist. Heimsfaraldur hafði svo áhrif á vinnuna við að koma því upp en formleg opnun var á Kvennafrídaginn í fyrra en hugmyndin um kvennafrí kemur auðvitað frá Rauðsokkunum. Rakel segir að eftir því sem verkefnið þróaðist hafi það orðið ítarlegra og meira efni bæst við. „Hugmyndin um vefinn breyttist. Það áttu fyrst bara að vera myndir og skýringar en allur textinn lengdist,“ segir Rakel og að á sama tíma hafi minni Rauðsokkanna virkjast og meiru bætt við sem aðeins er að finna í minni þeirra, en þær gátu staðfest með skjölunum. „Eins og að vera í nefndum um þungunarrofslöggjöf og að senda ábendingar. Þetta er þannig alveg áframhaldandi barátta, að setja þennan vef upp. Að varpa ljósi á þessa sögu til að sýna hvað grasrótarstarf og starf femínista er langt og hlykkjótt. Það er ekki ein samfelld lína um árangur en þær náðu þó töluverðu í gegn.“ Sum baráttumálin sjálfsögð og önnur þróast Víða er talað um bakslag í femínískri baráttu og segir Rakel að þannig séu þessar upplýsingar einnig mikilvægar. „Það er líka þannig að bakslagið er kannski ekki komið, en það er í bakgrunni, og þá er gott að hafa þessar upplýsingar til að vita að maður þarf að vera tilbúinn að spyrna við.“ Plakat sem er að finna á Rauðsokkavefnum á Kvennasögusafninu í flokki um dagvistun. Mynd/kvennasogusafn.is Eins segir hún áhugavert og jákvætt að sjá hvernig sum baráttumálin hafa þróast þannig að þau eru í dag tekin algerlega sjálfsögð, eins og dagheimili fyrir börn. Svo eru önnur, eins og kynjaskipt salerni, sem hafa þróast með tímanum í það að nú er barist fyrir kynlausum salernum. Málþingið stendur á morgun frá 13 til 16 og er opið öllum. Dagskrána má sjá hér að neðan.
Jafnréttismál Þungunarrof Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hátíðahöld vegna kvenréttindadagsins Sunnudaginn 19. júní, er haldið upp á kvenréttindadaginn. Af því tilefni verður blómsveigur lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallarkirkjugarði og sama dag heldur Kvennaheimilið Hallveigarstaðir upp á 55 ára afmæli hússins. 18. júní 2022 21:26 Konur stöðva heiminn á alþjóðlegum baráttudegi Alþjóðlegum baráttudegi kvenna er fagnað um allan heim í dag 8. mars. Saga dagsins hér á landi er samofin verkalýðshreyfingunni og friðarboðskap. 8. mars 2018 13:00 Katrín heiðraði Rauðsokkur, Rótina og Knúz Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í gær. 1. nóvember 2019 10:25 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hátíðahöld vegna kvenréttindadagsins Sunnudaginn 19. júní, er haldið upp á kvenréttindadaginn. Af því tilefni verður blómsveigur lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallarkirkjugarði og sama dag heldur Kvennaheimilið Hallveigarstaðir upp á 55 ára afmæli hússins. 18. júní 2022 21:26
Konur stöðva heiminn á alþjóðlegum baráttudegi Alþjóðlegum baráttudegi kvenna er fagnað um allan heim í dag 8. mars. Saga dagsins hér á landi er samofin verkalýðshreyfingunni og friðarboðskap. 8. mars 2018 13:00
Katrín heiðraði Rauðsokkur, Rótina og Knúz Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í gær. 1. nóvember 2019 10:25