Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Stöð 2

Hvalveiðiskipin héldu út á sjó í dag eftir að tveir aðgerðasinnar sem hlekkjuðu sig við möstur þeirra fóru frá borði. Konurnar tvær voru handteknar og hafa verið kærðar fyrir húsbrot. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi við Reykjavíkurhöfn í kvöldfréttum og ræðum við þau sem voru á staðnum.

Algjör viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi landsmanna til flóttamanna. Við kynnum okkur glænýja könnun Maskínu sem sýnir að ríflega tvöfalt fleiri en áður telja þá of marga hér á landi, eða um sextíu prósent. Fjármálaráðherra segir viðvörunarbjöllur hafa hringt lengi í þessum málaflokki.

Barnafjölskyldur í Reykjavík eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en alls eru 363 pláss nú ónýtanleg. Við heyrum í borgarfulltrúum um stöðuna og kíkjum einnig á styttuna af Héðni Valdimarssyni sem var hífð á sinn stað í dag eftir fimm ára fjarveru.

Svo er stútfullur sportpakki að loknum kvöldfréttum og í Íslandi í dag hittum við mótorhjólatöffara sem ferðast um allan heim, og lætur drauma sína rætast.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×