Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2023 15:56 Lögreglumaður fjarlægir bakpoka annaras mótmælandans. Vísir Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. Það var á þriðja tímanum í dag sem Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou komu niður úr tunnunum og voru færðar á brott í lögreglubíl. Þá höfðu mótmælaaðgerðir þeirra staðið yfir í einn og hálfan sólarhring. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamann okkar á vettvangi, að Hvalur hf. hafi kært konurnar fyrir húsbrot. Þær hafi verið fluttar á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem heilbrigðisstarfsfólk hafi skoðað ástand þeirra. Anahita hafði verið án vatns og matar í vel á annan sólarhring en bakpoki hennar með vistum var fjarlægður af lögreglu. Þeim stóð til boða að koma niður úr tunnunum og fá mat og drykk. Lögregla hafnaði hins vegar að færa aðgerðarsinnunum mat. „Ef þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi þá hefðum við farið með þær á sjúkrahús,“ segir Ásgeir. Hann segir að bakpokinn hafi verið tekinn af Anahitu til þess að stytta mótmælin, auka líkurnar á að þeim lyki fyrr en ella. Sú aðgerð hefur verið gagnrýnd, meðal annars af framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ef þú kæmir að einhverjum í stofunni þinni með bakpoka og nesti, þá myndir þú ekki telja það mannréttindi þess einstaklings að fá að vera með töskuna og nesti,“ segir Ásgeir. Það hafi ekki verið mistök að taka töskuna af þeim. Hann tekur fram að konurnar hafi verið samstarfsfúsar allan tímann og að samskipti þeirra og lögreglu hafi verið mjög kurteisisleg. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er efins um þessa aðgerð lögreglu. Hann ræddi hana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Lögreglumál Hvalveiðar Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12 Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Það var á þriðja tímanum í dag sem Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou komu niður úr tunnunum og voru færðar á brott í lögreglubíl. Þá höfðu mótmælaaðgerðir þeirra staðið yfir í einn og hálfan sólarhring. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamann okkar á vettvangi, að Hvalur hf. hafi kært konurnar fyrir húsbrot. Þær hafi verið fluttar á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem heilbrigðisstarfsfólk hafi skoðað ástand þeirra. Anahita hafði verið án vatns og matar í vel á annan sólarhring en bakpoki hennar með vistum var fjarlægður af lögreglu. Þeim stóð til boða að koma niður úr tunnunum og fá mat og drykk. Lögregla hafnaði hins vegar að færa aðgerðarsinnunum mat. „Ef þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi þá hefðum við farið með þær á sjúkrahús,“ segir Ásgeir. Hann segir að bakpokinn hafi verið tekinn af Anahitu til þess að stytta mótmælin, auka líkurnar á að þeim lyki fyrr en ella. Sú aðgerð hefur verið gagnrýnd, meðal annars af framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ef þú kæmir að einhverjum í stofunni þinni með bakpoka og nesti, þá myndir þú ekki telja það mannréttindi þess einstaklings að fá að vera með töskuna og nesti,“ segir Ásgeir. Það hafi ekki verið mistök að taka töskuna af þeim. Hann tekur fram að konurnar hafi verið samstarfsfúsar allan tímann og að samskipti þeirra og lögreglu hafi verið mjög kurteisisleg. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er efins um þessa aðgerð lögreglu. Hann ræddi hana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Lögreglumál Hvalveiðar Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12 Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12
Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35