Fær 215 milljóna króna styrk til að rannsaka málnotkun þingmanna Árni Sæberg skrifar 5. september 2023 10:00 Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum. Verkefnið sem er styrkt heitir EILisCh (Explaining Individual Lifespan Change) og verður því að öllu leyti stýrt við Háskóla Íslands. Það miðar að því að skilja breytta málnotkun í tengslum við atburði og aðstæður í lífi og umhverfi einstaklinga með því að tvinna saman framfarir í félagsmálfræði, megindlegri setningafræði og klínískum málvísindum. Í verkefninu verður mál íslenskra þingmanna athugað og viðtöl tekin við bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn til að kortleggja mál þeirra og sögulegt samhengi þeirra sem einstaklinga. Fjölbreytilegar afurðir máltækniáætlunar stjórnvalda verða notaðar til að greina stór gagnasöfn með afkastameiri hætti en annars væri unnt um leið og ætlunin er að skoða sögu einstakra þingmanna í samhengi við stjórnmálasögu og atburði í lífi þeirra. Fer að mestu leyti fram hér á landi Um er að ræða fimm ára verkefni sem fer að nær öllu leyti fram á Íslandi en þó í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fleiri munu svo tengjast verkefninu eftir því sem rannsókninni vindur fram og stúdentar munu fá tækifæri til starfsþjálfunar innan verkefnisins. Hefur komið að fjölda mikilvægra rannsókna EILisCh-verkefnið hefur einnig hagnýtar hliðar fyrir samfélagið vegna þess að nákvæm kortlagning á málfari í samhengi við heilbrigða mannsævi og öldrun er lykill að því að skilja klínísk frávik í málnotkun. Anton hefur stundað rannsóknir á því hvernig málnotkun breytist þegar taugahrörnunarsjúkdómar ágerast en slíkar athuganir geta stuðlað að nýjum og endurbættum aðferðum til sjúkdómsgreiningar. Anton hefur enn fremur komið að fleiri spennandi verkefnum, svo sem að þróa orðaforðalausn til að læra íslensku sem annað mál og kortleggja villur í íslensku ritmáli. Styrkurinn til EILisCh-verkefnisins er veittur undir hatti nýliðunaráætlunar Evrópska rannsóknaráðsins (ERC Starting Grants) sem styður unga vísindamenn á fjölbreyttum fræðasviðum í Evrópu. Samkeppni um styrki frá ERC er gríðarlega hörð og til marks um það bárust nærri 2.700 umsóknir um nýliðunarstyrki að þessu sinni en aðeins 400 verkefni hlutu stuðning. Anton er eini vísindamaðurinn hér á landi sem fær úthlutað úr sjóðnum. Íslensk tunga Háskólar Íslensk fræði Vísindi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Verkefnið sem er styrkt heitir EILisCh (Explaining Individual Lifespan Change) og verður því að öllu leyti stýrt við Háskóla Íslands. Það miðar að því að skilja breytta málnotkun í tengslum við atburði og aðstæður í lífi og umhverfi einstaklinga með því að tvinna saman framfarir í félagsmálfræði, megindlegri setningafræði og klínískum málvísindum. Í verkefninu verður mál íslenskra þingmanna athugað og viðtöl tekin við bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn til að kortleggja mál þeirra og sögulegt samhengi þeirra sem einstaklinga. Fjölbreytilegar afurðir máltækniáætlunar stjórnvalda verða notaðar til að greina stór gagnasöfn með afkastameiri hætti en annars væri unnt um leið og ætlunin er að skoða sögu einstakra þingmanna í samhengi við stjórnmálasögu og atburði í lífi þeirra. Fer að mestu leyti fram hér á landi Um er að ræða fimm ára verkefni sem fer að nær öllu leyti fram á Íslandi en þó í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fleiri munu svo tengjast verkefninu eftir því sem rannsókninni vindur fram og stúdentar munu fá tækifæri til starfsþjálfunar innan verkefnisins. Hefur komið að fjölda mikilvægra rannsókna EILisCh-verkefnið hefur einnig hagnýtar hliðar fyrir samfélagið vegna þess að nákvæm kortlagning á málfari í samhengi við heilbrigða mannsævi og öldrun er lykill að því að skilja klínísk frávik í málnotkun. Anton hefur stundað rannsóknir á því hvernig málnotkun breytist þegar taugahrörnunarsjúkdómar ágerast en slíkar athuganir geta stuðlað að nýjum og endurbættum aðferðum til sjúkdómsgreiningar. Anton hefur enn fremur komið að fleiri spennandi verkefnum, svo sem að þróa orðaforðalausn til að læra íslensku sem annað mál og kortleggja villur í íslensku ritmáli. Styrkurinn til EILisCh-verkefnisins er veittur undir hatti nýliðunaráætlunar Evrópska rannsóknaráðsins (ERC Starting Grants) sem styður unga vísindamenn á fjölbreyttum fræðasviðum í Evrópu. Samkeppni um styrki frá ERC er gríðarlega hörð og til marks um það bárust nærri 2.700 umsóknir um nýliðunarstyrki að þessu sinni en aðeins 400 verkefni hlutu stuðning. Anton er eini vísindamaðurinn hér á landi sem fær úthlutað úr sjóðnum.
Íslensk tunga Háskólar Íslensk fræði Vísindi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira