Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 12:48 Helga Vala mun segja af sér þingmennsku á mánudag. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. Helga Vala greindi frá ákvörðun sinni í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2017 en þar áður starfaði hún við lögmennsku. „Þingstarfið hefur auðvitað verið alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt en ég held að maður eigi ekki að dvelja þar allt of lengi,“ segir Helga Vala. Hún hafi ekki verið að hugsa mjög lengi um að skilja við þingið. „Þetta hefur aðeins verið að bögglast innra með mér undanfarna mánuði. Ég var í lögmennsku þegar ég settist óvænt inn á þing 2017 og fannst það mjög skemmtilegt. Það hefur sótt meira á mig að undanförnu, fólk og jafnvel fyrirtæki verið að leita til mín. Þannig að mig langar að demba mér í það aftur. Þar er hjarta mitt núna.“ Fer í prófmál fyrir Landsrétti í næstu viku Hún muni byrja lögmennskuna undir merkjum Völvu, eins og hún gerði áður en hún fór á þing. „Ég get ekki beðið eftir að flytja skrifborðið hennar mömmu yfir á nýjan stað en það fylgdi mér á þingið,“ segir Helga Vala. „Ég ætla að byrja á því að klára réttindi mín í Landsrétti og ég bara hlakka til,“ segir Helga Vala en hún fari í prófmál fyrir Landsrétti strax í næstu viku. Samkvæmt dagskrá Landsréttar verður prófmál hennar tekið fyrir á miðvikudag, 6. september. Hún muni skila inn afsögn sinni til forseta þingsins á mánudag. „Ég ætla ekki að vera að trufla fólk svona yfir bláhelgina en ég ætla að skila inn afsögn til forseta þingsins á mánudag. Og auðvitað kveðja kæra vini. Ég hef eignast góða vini, sem ég mun eiga áfram, í öllum flokkum og meðal starfsfólks þannig að það verður smá rúntur sem maður tekur á mánudagsmorgun.“ Dagbjört að meta stöðuna Hún sé ekki hætt í Samfylkingunni og muni örugglega ekki hverfa alveg úr stjórnmálum, þó hún hyggist ekki starfa við þau á næstunni. Þá hafi ný forysta í Samfylkingunni ekki haft áhrif á ákvörðunina. „Þetta hefur ekkert með samskipti mín og formanns Samfylkingarinnar að gera. Það er mjög mikill vilji í samfélaginu og umræðunni að teikna upp að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi. Það á ekki við um okkur, bara alls ekki,“ segir Helga Vala. Fyrsti varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, sem ætti að taka við af Helgu Völu er Dagbjört Hákonardóttir. Dagbjört segist í samtali við frétttastofu vera að meta stöðuna. Erfitt verði að kveðja Helgu Völu af þingi og erfitt yrði að fylla í hennar skarð. Alþingi Samfylkingin Lögmennska Tengdar fréttir Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23 Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Sjá meira
Helga Vala greindi frá ákvörðun sinni í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2017 en þar áður starfaði hún við lögmennsku. „Þingstarfið hefur auðvitað verið alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt en ég held að maður eigi ekki að dvelja þar allt of lengi,“ segir Helga Vala. Hún hafi ekki verið að hugsa mjög lengi um að skilja við þingið. „Þetta hefur aðeins verið að bögglast innra með mér undanfarna mánuði. Ég var í lögmennsku þegar ég settist óvænt inn á þing 2017 og fannst það mjög skemmtilegt. Það hefur sótt meira á mig að undanförnu, fólk og jafnvel fyrirtæki verið að leita til mín. Þannig að mig langar að demba mér í það aftur. Þar er hjarta mitt núna.“ Fer í prófmál fyrir Landsrétti í næstu viku Hún muni byrja lögmennskuna undir merkjum Völvu, eins og hún gerði áður en hún fór á þing. „Ég get ekki beðið eftir að flytja skrifborðið hennar mömmu yfir á nýjan stað en það fylgdi mér á þingið,“ segir Helga Vala. „Ég ætla að byrja á því að klára réttindi mín í Landsrétti og ég bara hlakka til,“ segir Helga Vala en hún fari í prófmál fyrir Landsrétti strax í næstu viku. Samkvæmt dagskrá Landsréttar verður prófmál hennar tekið fyrir á miðvikudag, 6. september. Hún muni skila inn afsögn sinni til forseta þingsins á mánudag. „Ég ætla ekki að vera að trufla fólk svona yfir bláhelgina en ég ætla að skila inn afsögn til forseta þingsins á mánudag. Og auðvitað kveðja kæra vini. Ég hef eignast góða vini, sem ég mun eiga áfram, í öllum flokkum og meðal starfsfólks þannig að það verður smá rúntur sem maður tekur á mánudagsmorgun.“ Dagbjört að meta stöðuna Hún sé ekki hætt í Samfylkingunni og muni örugglega ekki hverfa alveg úr stjórnmálum, þó hún hyggist ekki starfa við þau á næstunni. Þá hafi ný forysta í Samfylkingunni ekki haft áhrif á ákvörðunina. „Þetta hefur ekkert með samskipti mín og formanns Samfylkingarinnar að gera. Það er mjög mikill vilji í samfélaginu og umræðunni að teikna upp að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi. Það á ekki við um okkur, bara alls ekki,“ segir Helga Vala. Fyrsti varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, sem ætti að taka við af Helgu Völu er Dagbjört Hákonardóttir. Dagbjört segist í samtali við frétttastofu vera að meta stöðuna. Erfitt verði að kveðja Helgu Völu af þingi og erfitt yrði að fylla í hennar skarð.
Alþingi Samfylkingin Lögmennska Tengdar fréttir Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23 Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Sjá meira
Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23
Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00