Fékk reglulega morðhótanir frá nasistum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2023 16:01 Hilmar segir að öfgamenn hafi skrifað Ásatrúarfélaginu úr bandarískum fangelsum. Félagið hafi talað hart gegn öfgahyggju. Ásatrúarfélagið Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði fékk ítrekað hótanir frá hægri öfgamönnum sem reynt hafa að yfirtaka heiðinn sið. Ýmis heilög tákn, svo sem sólkrossinn og þórshamarinn, séu í hættu vegna notkunar öfgahópa á þeim. „Það má segja að þetta sé fjandsamleg yfirtaka á heiðnum táknum. Það er verið að tengja þau við hluti sem okkur finnst bæði óviðkomandi og ógeðfellt,“ segir Hilmar sem er jafn framt forstöðumaður Ásatrúarfélagsins sem var stofnað fyrir rétt rúmri hálfri öld. Þetta eru tákn eins og sólkrossinn og þórshamarinn sem hægri öfgamenn og nasistar hafa skreytt sig með, svo sem á samkomum sem ekki eru alltaf friðsamlegar. Þá hafa verið stofnuð fjölmörg félög sem kalla sig heiðin en predika öfgahyggju, til dæmis Heathen Front og Asatru Folk Assembly. „Á tímabili var nokkuð um að þetta fólk leitaði til okkar. Til dæmis var mikið um að fangar skrifuðu bréf úr fangelsum í Ameríku. En eitt af þessum félögum aflaði sér meðlima í fangelsum,“ segir Hilmar. Hilmar segist vita af örfáum einstaklingum hér á Íslandi sem aðhyllist þetta. „Þeim finnst ég vera kynþáttasvikari, handbendi hins gyðinglega samsæris og ég veit ekki hvað og hvað. En þetta eru einangruð fífl,“ segir Hilmar. Ásatrúarfélaginu hafi hins vegar tekist að forðast það að öfgamenn telji sig velkomna með því að tala ákveðið gegn þessari stefnu. Áreitni frá hægri öfgamönnum hafi þó verið meira vandamál áður fyrr, mest frá Bandaríkjunum en einnig frá Evrópulöndum á borð við Þýskalandi og Spáni. „Ég hef ekki fengið morðhótun í fjögur eða fimm ár, sem ég sakna. Þetta var orðinn hluti af þessu,“ segir Hilmar kíminn. „Fólk hringdi í mig á nóttunni og talaði tungum. Þegar ég fór að gera grín að þessu hætti þetta.“ Norðurlöndin menningarlegur suðupottur Hilmar segir þessa kynþáttahatara misskilja ásatrúna, viljandi eða óviljandi. Hugmyndir um þjóðir hafi ekki verið til á ármiðöldum, þegar víkingar námu land á Íslandi og víðar. „Íslendingar litu á sig sem norræna menn og töluðu danska tungu. Það er í okkar elstu heimildum. Þegar gamli sáttmáli er gerður, árið 1262, erum við enn þá norrænir menn,“ segir Hilmar. Sólkrossinn, þórshamarinn og elgsrúnin eru meðal þeirra heiðnu tákna sem öfgamenn hafa reynt að eigna sér. Sú hugmynd sem hægri öfgamenn hafa af Norðurlöndunum á miðöldum og víkingunum sé byggð á hugarheimi þýskra rómantíkara frá nítjándu öld, sem sé afar óvísindaleg. Í raun hafi Norðurlöndin verið menningarlegur suðupottur á miðöldum. „Hingað komu allra þjóða kvikindi. Það var mikið af Sömum hérna, keltneskir menn og hugsanlega menn frá Mongólíu eins og Guðmundur heljarskinn sem skrifað var um í bókinni Svarti víkingurinn. Einnig menn sem komu sunnan að,“ segir Hilmar. Þetta hafi verið sýnt fram á með genarannsóknum á undanförnum árum. „Hinir ljóshærðu og bláeygu víkingar voru meira og minna ekki til. Þetta er fantasía frá nítjándu öld,“ segir hann. Stálu hakakrossinum af búddistum Hilmar segir að sem betur fer hafi hægri öfgamönnum ekki enn þá tekist að stela þórshamrinum og sólkrossinum, þó þeir hafi vissulega reynt. Eins og frægt er orðið tóku nasistar Þýskalands hakakrossinn og eyðilögðu hann í raun. Hakakrossinn er fornt tákn sem er meðal annars mikilvægt í búddisma en margir söfnuðir eru hættir að flagga honum vegna þessarar tengingar. Búlgarskir nasistar flagga sólkrossinum.EPA „Það er andstyggilegt þegar tákn sem er búið að vera heilagt frá nýsteinöld er skemmt,“ segir Hilmar. Enn í dag noti þó shinto trúar fólk í Japan hakakrossinn. Bíta af sér öfgamenn Meðlimir Ásatrúarfélagsins eru ekki þeir einu hérlendis sem hafa þurft að sverja af sér öfgamenn sem reyna að klína sér á þá. Það hafa meðlimir þungarokkssveita á borð við Sororicide og Skálmöld þurft að gera líka. Hægri öfgamenn hafi einnig reynt að yfirtaka sumar tónlistarstefnur, svo sem svartmálm. „Þessar hljómsveitir hafa verið mjög duglegar að bíta þetta lið af sér sem mér finnst mjög fallegt,“ segir Hilmar, sem er eins og flestir vita tónskáld sjálfur og hefur starfað með sumum þessara sveita. „Það besta sem maður getur gert er að beita húmor, því þetta lið hefur engan húmor.“ Trúmál Kynþáttafordómar Bandaríkin Tónlist Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Það má segja að þetta sé fjandsamleg yfirtaka á heiðnum táknum. Það er verið að tengja þau við hluti sem okkur finnst bæði óviðkomandi og ógeðfellt,“ segir Hilmar sem er jafn framt forstöðumaður Ásatrúarfélagsins sem var stofnað fyrir rétt rúmri hálfri öld. Þetta eru tákn eins og sólkrossinn og þórshamarinn sem hægri öfgamenn og nasistar hafa skreytt sig með, svo sem á samkomum sem ekki eru alltaf friðsamlegar. Þá hafa verið stofnuð fjölmörg félög sem kalla sig heiðin en predika öfgahyggju, til dæmis Heathen Front og Asatru Folk Assembly. „Á tímabili var nokkuð um að þetta fólk leitaði til okkar. Til dæmis var mikið um að fangar skrifuðu bréf úr fangelsum í Ameríku. En eitt af þessum félögum aflaði sér meðlima í fangelsum,“ segir Hilmar. Hilmar segist vita af örfáum einstaklingum hér á Íslandi sem aðhyllist þetta. „Þeim finnst ég vera kynþáttasvikari, handbendi hins gyðinglega samsæris og ég veit ekki hvað og hvað. En þetta eru einangruð fífl,“ segir Hilmar. Ásatrúarfélaginu hafi hins vegar tekist að forðast það að öfgamenn telji sig velkomna með því að tala ákveðið gegn þessari stefnu. Áreitni frá hægri öfgamönnum hafi þó verið meira vandamál áður fyrr, mest frá Bandaríkjunum en einnig frá Evrópulöndum á borð við Þýskalandi og Spáni. „Ég hef ekki fengið morðhótun í fjögur eða fimm ár, sem ég sakna. Þetta var orðinn hluti af þessu,“ segir Hilmar kíminn. „Fólk hringdi í mig á nóttunni og talaði tungum. Þegar ég fór að gera grín að þessu hætti þetta.“ Norðurlöndin menningarlegur suðupottur Hilmar segir þessa kynþáttahatara misskilja ásatrúna, viljandi eða óviljandi. Hugmyndir um þjóðir hafi ekki verið til á ármiðöldum, þegar víkingar námu land á Íslandi og víðar. „Íslendingar litu á sig sem norræna menn og töluðu danska tungu. Það er í okkar elstu heimildum. Þegar gamli sáttmáli er gerður, árið 1262, erum við enn þá norrænir menn,“ segir Hilmar. Sólkrossinn, þórshamarinn og elgsrúnin eru meðal þeirra heiðnu tákna sem öfgamenn hafa reynt að eigna sér. Sú hugmynd sem hægri öfgamenn hafa af Norðurlöndunum á miðöldum og víkingunum sé byggð á hugarheimi þýskra rómantíkara frá nítjándu öld, sem sé afar óvísindaleg. Í raun hafi Norðurlöndin verið menningarlegur suðupottur á miðöldum. „Hingað komu allra þjóða kvikindi. Það var mikið af Sömum hérna, keltneskir menn og hugsanlega menn frá Mongólíu eins og Guðmundur heljarskinn sem skrifað var um í bókinni Svarti víkingurinn. Einnig menn sem komu sunnan að,“ segir Hilmar. Þetta hafi verið sýnt fram á með genarannsóknum á undanförnum árum. „Hinir ljóshærðu og bláeygu víkingar voru meira og minna ekki til. Þetta er fantasía frá nítjándu öld,“ segir hann. Stálu hakakrossinum af búddistum Hilmar segir að sem betur fer hafi hægri öfgamönnum ekki enn þá tekist að stela þórshamrinum og sólkrossinum, þó þeir hafi vissulega reynt. Eins og frægt er orðið tóku nasistar Þýskalands hakakrossinn og eyðilögðu hann í raun. Hakakrossinn er fornt tákn sem er meðal annars mikilvægt í búddisma en margir söfnuðir eru hættir að flagga honum vegna þessarar tengingar. Búlgarskir nasistar flagga sólkrossinum.EPA „Það er andstyggilegt þegar tákn sem er búið að vera heilagt frá nýsteinöld er skemmt,“ segir Hilmar. Enn í dag noti þó shinto trúar fólk í Japan hakakrossinn. Bíta af sér öfgamenn Meðlimir Ásatrúarfélagsins eru ekki þeir einu hérlendis sem hafa þurft að sverja af sér öfgamenn sem reyna að klína sér á þá. Það hafa meðlimir þungarokkssveita á borð við Sororicide og Skálmöld þurft að gera líka. Hægri öfgamenn hafi einnig reynt að yfirtaka sumar tónlistarstefnur, svo sem svartmálm. „Þessar hljómsveitir hafa verið mjög duglegar að bíta þetta lið af sér sem mér finnst mjög fallegt,“ segir Hilmar, sem er eins og flestir vita tónskáld sjálfur og hefur starfað með sumum þessara sveita. „Það besta sem maður getur gert er að beita húmor, því þetta lið hefur engan húmor.“
Trúmál Kynþáttafordómar Bandaríkin Tónlist Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira