Ætlar að tvöfalda uppbyggingu til að bregðast við niðursveiflu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 21:39 Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar að tvöfalda uppbyggingu á húsnæði fyrir tekjulága til að bregðast við samdrátt í uppbyggingu húsnæðis. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir brýnt að bregðast við svo málið þvælist ekki fyrir í næstu kjarasamningum. Vísir Framboð á nýjum íbúðum virðist vera að dragast saman þrátt fyrir að ríki og borg hafi gert með sér tímamótasamkomulag á síðasta ári um fjölgun þeirra. Innviðaráðherra segist ætla að tvöfalda uppbyggingu leiguíbúða á næstu þremur árum. Innviðaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og HMS kynntu það sem þau kölluðu tímamótasamning í fyrra um byggingu fjögur þúsund íbúða árlega næstu fimm ár. Á húsnæðisþingi ráðuneytisins og HMS á Hótel Hilton í dag kom hins vegar fram að það væru blikur á lofti með að þetta náist. Samband íslenskra sveitafélaga hafði bent á það strax í vor. Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði.Vísir/Einar Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði. „Við erum búin að sjá skýrar vísbendingar um það undanfarið að það hafi verulega hægt á sem leiðir til þess að það muni fækka í fullbúnum íbúðum á næstu árum. Út af efnahagsástandinu virðast byggingaraðilar vera að halda að sér höndum þar til aðstæður breytast,“ segir Elmar. Ætlar að tvöfalda uppbyggingu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti nýja húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar á þinginu og segir að þegar hafi verið ákveðið að bregðast við núverandi stöðu með ýmsu móti. „Við ætlum að meira en tvöfalda almennar íbúðir á leigumarkaði fyrir hina tekjulágu í ár og næstu tvö ár með stofnframlögum. Þetta eru í heild 2.800 íbúðir á þessum þremur árum. Þá breyttum við markmiðum í kringum hlutdeildarlánin í sumar sem er stuðningur fyrir þá sem kaupa húsnæði í fyrsta skipti með stuðningi hins opinbera. Sá markaður tók verulega við sér í sumar,“ segir Sigurður. Brýnt að allir taki þátt „ Byggingarverktakar eru held ég alveg í stakk búnir að bæta í og byggja en við þurfum að ná þessu efnahagsjafnvægi. Það er ekki bara Seðlabankinn og ríkisvaldið sem þurfa að koma að því, þar þurfa aðilar vinnumarkaðarins líka að koma að. Ef við leggjumst öll á plóginn þá náum við verðbólgunni niður og komumst inn í betra vaxtaumhverfi,“ segir Sigurður. Ekki er enn útlit fyrir lækkun verðbólgu en í dag kom fram að hún er aftur á uppleið eftir lækkanir síðustu mánaða. Hún mældist 7,7 prósent í ágúst og hækkaði um 0,34 prósent milli mánaða. Brýnt að bregðast við Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir að brýnt að bregðast við of lítilli uppbyggingu fyrir næstu kjarasamningalotu. „Við höfum lagt höfuðáherslu á félagslega kerfið og munum gera það inn í komandi kjarasamningum. Þetta útspil innviðaráðherra er ágætis innlegg inn í það. Það verður hins vegar að gera þetta mjög hratt,“ segir Finnbjörn. Aðspurður um hvort hann sé vongóður um að það verði gert svarar Finnbjörn: „Ég veit það ekki, við sáum þessa kynningu 2019, svo aftur 2021 og svo 2022 og svo aftur núna og kannski fylgir hugur máli núna það verður bara að koma í ljós,“ segir Finnbjörn að lokum. Húsnæðismál Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. 24. ágúst 2023 10:23 Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23. ágúst 2023 11:20 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Innviðaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og HMS kynntu það sem þau kölluðu tímamótasamning í fyrra um byggingu fjögur þúsund íbúða árlega næstu fimm ár. Á húsnæðisþingi ráðuneytisins og HMS á Hótel Hilton í dag kom hins vegar fram að það væru blikur á lofti með að þetta náist. Samband íslenskra sveitafélaga hafði bent á það strax í vor. Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði.Vísir/Einar Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði. „Við erum búin að sjá skýrar vísbendingar um það undanfarið að það hafi verulega hægt á sem leiðir til þess að það muni fækka í fullbúnum íbúðum á næstu árum. Út af efnahagsástandinu virðast byggingaraðilar vera að halda að sér höndum þar til aðstæður breytast,“ segir Elmar. Ætlar að tvöfalda uppbyggingu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti nýja húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar á þinginu og segir að þegar hafi verið ákveðið að bregðast við núverandi stöðu með ýmsu móti. „Við ætlum að meira en tvöfalda almennar íbúðir á leigumarkaði fyrir hina tekjulágu í ár og næstu tvö ár með stofnframlögum. Þetta eru í heild 2.800 íbúðir á þessum þremur árum. Þá breyttum við markmiðum í kringum hlutdeildarlánin í sumar sem er stuðningur fyrir þá sem kaupa húsnæði í fyrsta skipti með stuðningi hins opinbera. Sá markaður tók verulega við sér í sumar,“ segir Sigurður. Brýnt að allir taki þátt „ Byggingarverktakar eru held ég alveg í stakk búnir að bæta í og byggja en við þurfum að ná þessu efnahagsjafnvægi. Það er ekki bara Seðlabankinn og ríkisvaldið sem þurfa að koma að því, þar þurfa aðilar vinnumarkaðarins líka að koma að. Ef við leggjumst öll á plóginn þá náum við verðbólgunni niður og komumst inn í betra vaxtaumhverfi,“ segir Sigurður. Ekki er enn útlit fyrir lækkun verðbólgu en í dag kom fram að hún er aftur á uppleið eftir lækkanir síðustu mánaða. Hún mældist 7,7 prósent í ágúst og hækkaði um 0,34 prósent milli mánaða. Brýnt að bregðast við Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir að brýnt að bregðast við of lítilli uppbyggingu fyrir næstu kjarasamningalotu. „Við höfum lagt höfuðáherslu á félagslega kerfið og munum gera það inn í komandi kjarasamningum. Þetta útspil innviðaráðherra er ágætis innlegg inn í það. Það verður hins vegar að gera þetta mjög hratt,“ segir Finnbjörn. Aðspurður um hvort hann sé vongóður um að það verði gert svarar Finnbjörn: „Ég veit það ekki, við sáum þessa kynningu 2019, svo aftur 2021 og svo 2022 og svo aftur núna og kannski fylgir hugur máli núna það verður bara að koma í ljós,“ segir Finnbjörn að lokum.
Húsnæðismál Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. 24. ágúst 2023 10:23 Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23. ágúst 2023 11:20 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. 24. ágúst 2023 10:23
Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23. ágúst 2023 11:20